Innlent

Varað við mikilli hálku

Flughálka er víða á Suðausturströnd landsins og einnig sumstaðar á Austur- og Norðausturlandi og eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Færð og aðstæður: Það er hálka og skafrenningur á  Sandskeiði, Hellisheiði og í  Þrengslum. Á Suðurlandi er víða einhver hálka, hálkublettir eða snjóþekja.

Hálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og hálkublettir eða hálka er víða á Suðurnesjum og hálka og þæfingur á Suðurstrandarvegi

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir víðast hvar. Snjóþekja og skafrenningur er frá Borgarnesi að Hvalfjarðargöngum.

Þæfingsfærð er á Laxárdalsheiði. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Ófært er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir á flestum leiðum. Hálka, snjóþekja og skafrenningur er á flestum fjallvegum.

Þæfingsfærð og skafrenningur er á Mikladal, Kleifaheiði og Klettshálsi. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

Á Norðvesturlandi er hálka og skafrenningur í Húnavatnssýslum, eins á Vatnsskarði en snjóþekja og skafrenningur á Þverárfjalli og í Skagafirðinum en snjóþekja, hálka og éljagangur á flestum öðrum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Siglufjarðarvegi.

Á Norðausturlandi er snjóþekja og skafrenningur á Öxnadalsheiði og hálka og éljagangur í Eyjafirðinum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Víkurskarði og Hólasandi. Flugháka er frá Þórshöfn að Hálsum. Hálka og skafrenningur er á Mývatnsöræfum.

Á Austurlandi er hálka og skafrenningur á Fjarðarheiði og Fagradal. Flughált er á Borgarfjarðvegi og þungfært og skafrenningur á Vatnsskarði eystra. Á öðrum leiðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

Á Suðausturlandi er flughálka og hálka á aðalleiðum.

Ábendingar frá veðurfræðingi fyrir kvöldið og nóttina Frystir aftur í kvöld suðvestan- og sunnanlands.  Allhvasst af norðaustri með skafrenningi og fjúki, einkum þó á fjallvegum.  Seint í nótt og í fyrramálið er spáð vaxandi hríð með lélegu skyggni á Norðurlandi og Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×