Gusgus undirbýr sprengju - eitt skemmtilegasta kvöld sumarsins 27. maí 2011 16:15 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að ein ástsælasta hljómsveit landsins, Gusgus, gaf út nýja plötu í byrjun vikunnar. Platan, Arabian Horse, er strax farin að vekja mikla athygli og fá toppdóma hér heima og út um allan heim. Landsmenn fengu forsmekkinn að plötunni í sjónvarpsútsendingu frá opnun Hörpunnar þar sem sveitin tók lögin Over og Within You við mikinn fögnuð viðstaddra eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Þarna er hin nýja Gusgus frumsýnd. Með söngvarana Daníel Ágúst, Urði Hákonardóttur og Högna í Hjaltalín í forgrunni og skipstjóra sveitarinnar, þá Stebba Steph og Bigga Veiru, fyrir aftan. Þessi magnaða uppröðun verður á sviðinu á Nasa laugardaginn 18. júní þegar Gusgus blæs til útgáfuveislu Arabian Horse. Gusgus er þekkt fyrir ótrúlega kraftmikla tónleika, ekki síst á Nasa, og lofa þeir að setja vélarnar á fulla ferð. Íslenskur aðdáendahópur sveitarinnar fer sístækkandi og mun án efa ná nýjum hæðum eftir því sem fleiri komast í tæri við Arabian Horse. Miðarnir á tónleikana munu því eflaust renna út en þeir fara í forsölu á midi.is á klukkan 10 mánudaginn. Lífið á Vísi er í samstarfi við Gusgus um útgáfutónleikana á Nasa. Aðdáendur Gusgus sem komast ekki á tónleikana komast því í feitt vegna þess að þessir tímamótatónleikar verða í beinni útsendingu hér á Vísi. Við ætlum einnig að fylgjast rækilega með undirbúningi þeirra og vera á svæðinu um kvöldið þegar allt gengur af göflunum á útgáfutónleikunum. Enda stefnir allt í að þetta verði eitt skemmtilegasta kvöld sumarsins. Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að ein ástsælasta hljómsveit landsins, Gusgus, gaf út nýja plötu í byrjun vikunnar. Platan, Arabian Horse, er strax farin að vekja mikla athygli og fá toppdóma hér heima og út um allan heim. Landsmenn fengu forsmekkinn að plötunni í sjónvarpsútsendingu frá opnun Hörpunnar þar sem sveitin tók lögin Over og Within You við mikinn fögnuð viðstaddra eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Þarna er hin nýja Gusgus frumsýnd. Með söngvarana Daníel Ágúst, Urði Hákonardóttur og Högna í Hjaltalín í forgrunni og skipstjóra sveitarinnar, þá Stebba Steph og Bigga Veiru, fyrir aftan. Þessi magnaða uppröðun verður á sviðinu á Nasa laugardaginn 18. júní þegar Gusgus blæs til útgáfuveislu Arabian Horse. Gusgus er þekkt fyrir ótrúlega kraftmikla tónleika, ekki síst á Nasa, og lofa þeir að setja vélarnar á fulla ferð. Íslenskur aðdáendahópur sveitarinnar fer sístækkandi og mun án efa ná nýjum hæðum eftir því sem fleiri komast í tæri við Arabian Horse. Miðarnir á tónleikana munu því eflaust renna út en þeir fara í forsölu á midi.is á klukkan 10 mánudaginn. Lífið á Vísi er í samstarfi við Gusgus um útgáfutónleikana á Nasa. Aðdáendur Gusgus sem komast ekki á tónleikana komast því í feitt vegna þess að þessir tímamótatónleikar verða í beinni útsendingu hér á Vísi. Við ætlum einnig að fylgjast rækilega með undirbúningi þeirra og vera á svæðinu um kvöldið þegar allt gengur af göflunum á útgáfutónleikunum. Enda stefnir allt í að þetta verði eitt skemmtilegasta kvöld sumarsins.
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira