Lífið

Brúðarkjóll valinn fyrir stóra daginn

Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 30 ára, sem ætlar að giftast körfuboltastjörnunni Kris Humphries, fékk aðstoð fatahönnuðarins Veru Wang við val á brúðarkjólnum í gær. Kourtney systir Kim var einnig með í för.



Eins og myndirnar sýna var leitin að rétta kjólnum tekin upp af starfsmönnum sjónvarpsstöðvarinnar E! sem sjá til þess að heimurinn geti fylgst með öllu sem Kardashian fjölskyldan tekst á við en samningar um að sýna brúðkaupið í beinni útsendingu standa enn yfir.

Chelsea Clinton, Ivanka Trump, Jennifer Lopez og Jennifer Aniston hafa allar gift sig í kjólum eftir Veru Wang.

Haustlína Veru Wang 2011.


Tengdar fréttir

Með rassinn í röntgen

Kim Kardashian hefur nú farið í röntgenmyndatöku með sinn heimsfræga rass, til þess að sýna heiminum að þar sé engar ígræðslur að finna. Það voru systur hennar, Kourtney og Khloe, sem mönuðu hana í myndatökunua en Kim hefur oft þurft að hlusta á sögur um að rass hennar sé ekki ekta.

Finnst þér rómantískt að selja brúðkaupið?

Meðfylgjandi má sjá myndir af Kim Kardashian sem var gestadómari ásamt Michael Kors og Ninu Garcia í sjónvarpsþætti þýsku fyrirsætunnar Heidi Klum, Project Runway. Kim undirbýr nú stóra daginn þegar hún játast unnusta sínum körfuboltakappanum Kris Humphries í sumar. Nú stendur Kim í stórræðum við framleiðslufyrirtæki Ryan Seacrest um að sjónvarpa brúðkaupi þeirra í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni E! fyrir væna fúlgu fjár - nema hvað!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.