Portman mátti ekki fljúga til Bretlands 15. febrúar 2011 08:00 Firth var kjörinn besti leikarinn á Bafta-hátíðinni annað árið í röð. Nordicphotos/Getty King"s Speech hlaut konunglegar móttökur á bresku Bafta-verðlaunahátíðinni um helgina. Myndin sópaði til sín sjö verðlaunum og Colin Firth var valinn besti leikarinn annað árið í röð. Kvikmyndin Kings Speech sópaði til sín verðlaunum á bresku Bafta-hátíðinni á sunnudagskvöld. Hún hlaut sjö verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Colin Firth. Samleikarar hans, þau Helena Bonham Carter og Geoffrey Rush, fengu einnig Bafta fyrir bestan leik í aukahlutverkum. Firth vann einnig Bafta á síðasta ári fyrir hlutverk sitt í myndinni A Single Man. Þessi fimmtugi leikari hefur einnig unnið Golden Globe- og Screen Actors Guild-verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem hinn stamandi Bretakonungur Georg VI, auk þess sem hann þykir líklegur til að hreppa Óskarinn 27. febrúar. Potter-dömurnar Emma Watson og J.K. Rowling stilltu sér upp í tilefni af verðlaunum þeirrar síðarnefndu fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndagerðar. David Fincher var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina The Social Network og Natalie Portman var kjörin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í The Black Swan. Portman er barnshafandi og mátti ekki fljúga til Bretlands til að vera viðstödd athöfnina.Aðalleikarar The Social Network, Jesse Eisenberg og Andrew Garfield, tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Davids Finchers.Besta erlenda myndin var kjörin The Girl With The Dragon Tatto sem er byggð á bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Myndin Inception hlaut þrenn verðlaun, öll fyrir tæknilega úrvinnslu. Athygli vakti að mynd Dannys Boyle, 127 Hours, fékk engin verðlaun þrátt fyrir að hafa fengið átta tilnefningar. Þá var leikarinn Sir Christopher Lee heiðraður af Bafta-akademíunni, ásamt J.K. Rowling, höfundi Harry Potter, fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndalistar. - fb Golden Globes Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
King"s Speech hlaut konunglegar móttökur á bresku Bafta-verðlaunahátíðinni um helgina. Myndin sópaði til sín sjö verðlaunum og Colin Firth var valinn besti leikarinn annað árið í röð. Kvikmyndin Kings Speech sópaði til sín verðlaunum á bresku Bafta-hátíðinni á sunnudagskvöld. Hún hlaut sjö verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Colin Firth. Samleikarar hans, þau Helena Bonham Carter og Geoffrey Rush, fengu einnig Bafta fyrir bestan leik í aukahlutverkum. Firth vann einnig Bafta á síðasta ári fyrir hlutverk sitt í myndinni A Single Man. Þessi fimmtugi leikari hefur einnig unnið Golden Globe- og Screen Actors Guild-verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem hinn stamandi Bretakonungur Georg VI, auk þess sem hann þykir líklegur til að hreppa Óskarinn 27. febrúar. Potter-dömurnar Emma Watson og J.K. Rowling stilltu sér upp í tilefni af verðlaunum þeirrar síðarnefndu fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndagerðar. David Fincher var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina The Social Network og Natalie Portman var kjörin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í The Black Swan. Portman er barnshafandi og mátti ekki fljúga til Bretlands til að vera viðstödd athöfnina.Aðalleikarar The Social Network, Jesse Eisenberg og Andrew Garfield, tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Davids Finchers.Besta erlenda myndin var kjörin The Girl With The Dragon Tatto sem er byggð á bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Myndin Inception hlaut þrenn verðlaun, öll fyrir tæknilega úrvinnslu. Athygli vakti að mynd Dannys Boyle, 127 Hours, fékk engin verðlaun þrátt fyrir að hafa fengið átta tilnefningar. Þá var leikarinn Sir Christopher Lee heiðraður af Bafta-akademíunni, ásamt J.K. Rowling, höfundi Harry Potter, fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndalistar. - fb
Golden Globes Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira