Portman mátti ekki fljúga til Bretlands 15. febrúar 2011 08:00 Firth var kjörinn besti leikarinn á Bafta-hátíðinni annað árið í röð. Nordicphotos/Getty King"s Speech hlaut konunglegar móttökur á bresku Bafta-verðlaunahátíðinni um helgina. Myndin sópaði til sín sjö verðlaunum og Colin Firth var valinn besti leikarinn annað árið í röð. Kvikmyndin Kings Speech sópaði til sín verðlaunum á bresku Bafta-hátíðinni á sunnudagskvöld. Hún hlaut sjö verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Colin Firth. Samleikarar hans, þau Helena Bonham Carter og Geoffrey Rush, fengu einnig Bafta fyrir bestan leik í aukahlutverkum. Firth vann einnig Bafta á síðasta ári fyrir hlutverk sitt í myndinni A Single Man. Þessi fimmtugi leikari hefur einnig unnið Golden Globe- og Screen Actors Guild-verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem hinn stamandi Bretakonungur Georg VI, auk þess sem hann þykir líklegur til að hreppa Óskarinn 27. febrúar. Potter-dömurnar Emma Watson og J.K. Rowling stilltu sér upp í tilefni af verðlaunum þeirrar síðarnefndu fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndagerðar. David Fincher var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina The Social Network og Natalie Portman var kjörin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í The Black Swan. Portman er barnshafandi og mátti ekki fljúga til Bretlands til að vera viðstödd athöfnina.Aðalleikarar The Social Network, Jesse Eisenberg og Andrew Garfield, tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Davids Finchers.Besta erlenda myndin var kjörin The Girl With The Dragon Tatto sem er byggð á bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Myndin Inception hlaut þrenn verðlaun, öll fyrir tæknilega úrvinnslu. Athygli vakti að mynd Dannys Boyle, 127 Hours, fékk engin verðlaun þrátt fyrir að hafa fengið átta tilnefningar. Þá var leikarinn Sir Christopher Lee heiðraður af Bafta-akademíunni, ásamt J.K. Rowling, höfundi Harry Potter, fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndalistar. - fb Golden Globes Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
King"s Speech hlaut konunglegar móttökur á bresku Bafta-verðlaunahátíðinni um helgina. Myndin sópaði til sín sjö verðlaunum og Colin Firth var valinn besti leikarinn annað árið í röð. Kvikmyndin Kings Speech sópaði til sín verðlaunum á bresku Bafta-hátíðinni á sunnudagskvöld. Hún hlaut sjö verðlaun, þar á meðal sem besta myndin og fyrir besta leikarann, Colin Firth. Samleikarar hans, þau Helena Bonham Carter og Geoffrey Rush, fengu einnig Bafta fyrir bestan leik í aukahlutverkum. Firth vann einnig Bafta á síðasta ári fyrir hlutverk sitt í myndinni A Single Man. Þessi fimmtugi leikari hefur einnig unnið Golden Globe- og Screen Actors Guild-verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem hinn stamandi Bretakonungur Georg VI, auk þess sem hann þykir líklegur til að hreppa Óskarinn 27. febrúar. Potter-dömurnar Emma Watson og J.K. Rowling stilltu sér upp í tilefni af verðlaunum þeirrar síðarnefndu fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndagerðar. David Fincher var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina The Social Network og Natalie Portman var kjörin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í The Black Swan. Portman er barnshafandi og mátti ekki fljúga til Bretlands til að vera viðstödd athöfnina.Aðalleikarar The Social Network, Jesse Eisenberg og Andrew Garfield, tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Davids Finchers.Besta erlenda myndin var kjörin The Girl With The Dragon Tatto sem er byggð á bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Myndin Inception hlaut þrenn verðlaun, öll fyrir tæknilega úrvinnslu. Athygli vakti að mynd Dannys Boyle, 127 Hours, fékk engin verðlaun þrátt fyrir að hafa fengið átta tilnefningar. Þá var leikarinn Sir Christopher Lee heiðraður af Bafta-akademíunni, ásamt J.K. Rowling, höfundi Harry Potter, fyrir framlag sitt til breskrar kvikmyndalistar. - fb
Golden Globes Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira