Innlent

Borgarstjóri opnaði jólamarkað

Talsverður fjöldi fólks lagði leið sína á Ingólfstorg síðdegis í gær þegar markaðurinn var opnaður þar. fréttablaðið/valli
Talsverður fjöldi fólks lagði leið sína á Ingólfstorg síðdegis í gær þegar markaðurinn var opnaður þar. fréttablaðið/valli
Jón Gnarr borgarstjóri opnaði nýjan jólamarkað á Ingólfstorgi í gærdag. Markaðurinn verður opinn á torginu til jóla, en hann er hluti af átaki borgarinnar sem nefnist Jólaborgin Reykjavík.

Á jólamarkaðnum verður ýmislegt til sölu í bjálkakofum sem þar hefur verið komið fyrir. Meðal þess er hönnun, handverk, kjöt beint frá býli, jólaskraut og fleira jólatengt. Þá verða ýmsir viðburðir á torginu í tengslum við markaðinn sem og annars staðar í borginni.

Jón Gnarr afhenti viðurkenningarskjöl fyrir fegurstu jólaglugganna í miðborginni og fengu Aurum í Bankastræti og Eva og Nostalgía á Laugavegi viðurkenningar.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×