Keypti upptökugræjur og gítar fyrir sjúkrapeninginn 3. mars 2011 12:00 sin fang Sindri Már Sigfússon gefur á föstudag út sína aðra sólóplötu, Summer Echoes.fréttablaðið/stefán Önnur sólóplata Sindra Más Sigfússonar, eða Sin Fang, kemur út á föstudag. Sindri hóf tónlistarferilinn um tvítugt eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í London. Rúmum tveimur árum eftir að Clangour kom út sendir Sindri Már Sigfússon, eða Sin Fang, frá sér sína aðra sólóplötu, Summer Echoes. Hún hefur að geyma tólf litrík popplög og kemur út á vegum Kimi Records á Íslandi og þýsku útgáfunnar Morr Music erlendis. „Það er dálítið langt síðan ég kláraði hana. Við fullkláruðum hana í Berlín í nóvember og ég man að ég var frekar ánægður með hana þá,“ segir Sindri Már, um nýju plötuna. Aðspurður segir hann að nýja platan sé vandaðri en Clangour, sem fékk góðar viðtökur á sínum tíma. „Ég fékk fólk til að spila inn á þessa plötu en á fyrri plötunni spilaði ég allt sjálfur. Útsetningarnar eru stærri, en mig langaði samt til að halda áfram með sama fíling, bara eitthvað út í loftið,“ segir hann. Eins og á síðustu plötu byrjaði hann að taka Summer Echoes upp án þess að vera með fastmótaðar hugmyndir í kollinum. Hljóðfæraleikarar voru Róbert Reynisson, Arnljótur Sigurðsson og Magnús Trygvason Eliassen en einnig syngja þær Sóley Stefánsdóttir og systurnar Sigurrós Elín, Lilja og Ingibjörg Birgisdætur í nokkrum lögum. Segja má að tónlistarferill Sindra Más hafi hafist fyrir hálfgerða tilviljun. Hann var staddur í London árið 2001 og ætlaði að læra myndlist í listaháskóla. Hann vann á kaffihúsi á þessum tíma en veiktist og þurfti að fara á sjúkrahús. Það var lán óláni að hann var tryggður hjá kaffihúsinu og fékk því sjúkrapening sem hann ákvað að nota til að kaupa kassagítar og upptökugræjur. „Ég flutti eiginlega heim stuttu eftir það og byrjaði að þykjast vera tónlistarmaður,“ segir hann hógvær. Þegar heim var komið lærði hann á gítar í þrjá mánuði hjá Tryggva Hübner og fór líka í nokkra píanótíma. Síðan þá hefur hann gefið út tvær sólóplötur og tvær plötur til viðbótar með hljómsveitinni Seabear, landað útgáfusamningi við Morr og átt lög með Seabear í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl og Grey"s Anatomy. Sannarlega góður árangur hjá pilti sem hóf tónlistarferilinn ekki fyrr en um tvítugt. Sin Fang er að undirbúa tónleikaferð um Evrópu sem hefst líklega í haust. Einnig er fyrirhuguð þátttaka í tónlistarhátíðum í Þýskalandi og Finnlandi. Sindri og félagar hafa einnig verið bókaðir á tónlistarhátíðina Reykjavík Music Mess í apríl. freyr@frettabladid.is Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Önnur sólóplata Sindra Más Sigfússonar, eða Sin Fang, kemur út á föstudag. Sindri hóf tónlistarferilinn um tvítugt eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í London. Rúmum tveimur árum eftir að Clangour kom út sendir Sindri Már Sigfússon, eða Sin Fang, frá sér sína aðra sólóplötu, Summer Echoes. Hún hefur að geyma tólf litrík popplög og kemur út á vegum Kimi Records á Íslandi og þýsku útgáfunnar Morr Music erlendis. „Það er dálítið langt síðan ég kláraði hana. Við fullkláruðum hana í Berlín í nóvember og ég man að ég var frekar ánægður með hana þá,“ segir Sindri Már, um nýju plötuna. Aðspurður segir hann að nýja platan sé vandaðri en Clangour, sem fékk góðar viðtökur á sínum tíma. „Ég fékk fólk til að spila inn á þessa plötu en á fyrri plötunni spilaði ég allt sjálfur. Útsetningarnar eru stærri, en mig langaði samt til að halda áfram með sama fíling, bara eitthvað út í loftið,“ segir hann. Eins og á síðustu plötu byrjaði hann að taka Summer Echoes upp án þess að vera með fastmótaðar hugmyndir í kollinum. Hljóðfæraleikarar voru Róbert Reynisson, Arnljótur Sigurðsson og Magnús Trygvason Eliassen en einnig syngja þær Sóley Stefánsdóttir og systurnar Sigurrós Elín, Lilja og Ingibjörg Birgisdætur í nokkrum lögum. Segja má að tónlistarferill Sindra Más hafi hafist fyrir hálfgerða tilviljun. Hann var staddur í London árið 2001 og ætlaði að læra myndlist í listaháskóla. Hann vann á kaffihúsi á þessum tíma en veiktist og þurfti að fara á sjúkrahús. Það var lán óláni að hann var tryggður hjá kaffihúsinu og fékk því sjúkrapening sem hann ákvað að nota til að kaupa kassagítar og upptökugræjur. „Ég flutti eiginlega heim stuttu eftir það og byrjaði að þykjast vera tónlistarmaður,“ segir hann hógvær. Þegar heim var komið lærði hann á gítar í þrjá mánuði hjá Tryggva Hübner og fór líka í nokkra píanótíma. Síðan þá hefur hann gefið út tvær sólóplötur og tvær plötur til viðbótar með hljómsveitinni Seabear, landað útgáfusamningi við Morr og átt lög með Seabear í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl og Grey"s Anatomy. Sannarlega góður árangur hjá pilti sem hóf tónlistarferilinn ekki fyrr en um tvítugt. Sin Fang er að undirbúa tónleikaferð um Evrópu sem hefst líklega í haust. Einnig er fyrirhuguð þátttaka í tónlistarhátíðum í Þýskalandi og Finnlandi. Sindri og félagar hafa einnig verið bókaðir á tónlistarhátíðina Reykjavík Music Mess í apríl. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira