Lífið

Skiptar skoðanir um Vini Sjonna

Frakkar eru líklegastir til að vinna Eurovision-keppnina í Þýskalandi samkvæmt breska veðbankanum William Hill. Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan og sjáðu myndbandið við franska lagið.

Þetta er ballaða sem heitir Sognu og er með óperusöngvaranum Amaury Vassili, sem er nokkurs konar frönsk útgáfa af Garðari Thór Cortes. Franska lagið er með líkurnar fimm á móti einum í efsta sætinu á meðan breska strákabandið Blue er skammt undan í öðru sætinu með sex á móti einum.

Í næstu sætum á eftir koma þjóðir á borð við Eistland, Noreg, Svíþjóð og Þýskaland. Vinir Sjonna eru aftarlega á merinni ásamt Moldövum og Lettum með líkurnar eitt hundrað á móti einum. Malta og Portúgal reka svo lestina með 250 á móti einum.

Amaury Vassili þykir líklegastur til sigurs í Eurovision.
Blaðamaður breska dagblaðsins The Independent er ekki á sama máli og William Hill því hann spáir Vinum Sjonna sigri í keppninni.

„Úrslitakvöldið sjálft verður, eins og alltaf, aðeins of langdregið en fullt af óvæntum uppákomum. Það er erfitt að veðja á sigurvegara Eurovision en eins og staðan er núna mun ég greiða hinu íslenska Coming Home atvæði mitt," sagði blaðamaðurinn.

Í Eurovision-grein sinni segir hann einnig frá námskeiðum sem breski háskólinn Warwick ætlar að halda um Eurovision-keppnina í vor. Námskeiðin nefnast Eurovision og „nýja" Evrópa og fjallar um tengsl keppninnar við hið síbreytilega evrópska samfélag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.