Þetta er ballaða sem heitir Sognu og er með óperusöngvaranum Amaury Vassili, sem er nokkurs konar frönsk útgáfa af Garðari Thór Cortes. Franska lagið er með líkurnar fimm á móti einum í efsta sætinu á meðan breska strákabandið Blue er skammt undan í öðru sætinu með sex á móti einum.
Í næstu sætum á eftir koma þjóðir á borð við Eistland, Noreg, Svíþjóð og Þýskaland. Vinir Sjonna eru aftarlega á merinni ásamt Moldövum og Lettum með líkurnar eitt hundrað á móti einum. Malta og Portúgal reka svo lestina með 250 á móti einum.

„Úrslitakvöldið sjálft verður, eins og alltaf, aðeins of langdregið en fullt af óvæntum uppákomum. Það er erfitt að veðja á sigurvegara Eurovision en eins og staðan er núna mun ég greiða hinu íslenska Coming Home atvæði mitt," sagði blaðamaðurinn.
Í Eurovision-grein sinni segir hann einnig frá námskeiðum sem breski háskólinn Warwick ætlar að halda um Eurovision-keppnina í vor. Námskeiðin nefnast Eurovision og „nýja" Evrópa og fjallar um tengsl keppninnar við hið síbreytilega evrópska samfélag.