Menning

Napóleonsskjölin gefin út í Bandaríkjunum

Napóleonsskjölin, ein af fyrstu bókum Arnaldar Indriðasonar, kemur út á vegum Minotaur útgáfunnar í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

Fjallað er um málið á Bloombergfréttaveitunni en þar segir að aðalsöguhetja Arnaldar, lögreglumaðurinn Erlendur Sveinsson, sé ekki til staðar í þessari bók eins og í flestum af ellefu bókum Arnaldar sem komið hafa út á ensku. Hinsvegar er lesendum boðið upp á bandaríska herstöð, Íslending sem er saknað og þýska sprengjuflugvél sem fórst á jökli árið 1945.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×