Fær milljón eftir hjartastopp við Fylkisheimilið 9. nóvember 2011 16:05 Héraðsdómur Reykjavíkur mYND ÚR SAFNI Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. Maðurinn var á leið á dansleik í félagsheimilinu en hann hafði áður verið í samkvæmi í heimahúsi í Árbænum. Hann fór gangandi á dansleikinn og þegar hann nálgaðist félagsheimili virðist sem svo að hann hafi ætlað að stytta sér leið með því að stökka yfir steinvegg, sem séð frá honum var 72 cm á hæð. Það var ekki rétt því hinum megin við veginn reyndust hinsvegar vera 3,82 metrar niður á steinsteypa stétt. Maðurinn féll á stéttina og þegar sjúkrabifreið kom á staðinn var maðurinn í hjartastoppi og andaði ekki. Hófust lífgunartilraunir og við komu á slysadeild var hann farinn að anda á ný. Við skoðun reyndist hann óbrotinn en talsvert marinn á lungum. Fyrir dómi taldi maðurinn að hann bæri enga sök á tjóni sínu heldur sé slys hans eingöngu að rekja til vanbúnaðar í nánasta umhverfi Fylkisheimilisins. Hann vísaði til umfjöllunar fréttastofu Stöðvar 2 um málið eftir atburðinn. Þar kom fram hjá framkvæmdastjóra Fylkis að lengi hafi staðið til að lagfæra vegginn en ástæðan fyrir því að það hafði ekki verið gert væri sú að iðnaðarmaður sá er fenginn hafði verið til þess hefði ekki komist í verkið vegna anna. Verjandi Fylkis sagði fyrir dómi að maðurinn hafi verið ölvaður á ferð í svartamyrkri og algjörlega ókunnugur umhverfinu þegar hann hafi án fyrirvara rekið á rás frá samferðarmönnum sínum. Þá hafi hann stokkið yfir vegginn sem sé við inngang á efri hæð hússins án þess að huga nokkuð að því hvað væri handan hans. Íþróttafélagið Fylkir viðurkenndi að bera ábyrgð á 3/4 hlutum tjónsins en félagið taldi að maðurinn hafi sýnt af sér verulegt gáleysi og rétt væri að hann bæri fjórðun tjóns síns sjálfur. „Þótt stefnandi (maðurinn) hafi ekki farið þá leið sem ætlast var til heldur stokkið yfir vegginn, að því sem virðist til að stytta sér leið, verður með hliðsjón af öllum kringumstæðum ekki talið að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi að hann eigi að bera meðábyrgð á tjóni sínu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Fylkir var dæmt til að greiða manninum rúmlega eina milljón króna og jafnframt að greiða allan sakarkostnað mannsins, 650 þúsund krónur. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. Maðurinn var á leið á dansleik í félagsheimilinu en hann hafði áður verið í samkvæmi í heimahúsi í Árbænum. Hann fór gangandi á dansleikinn og þegar hann nálgaðist félagsheimili virðist sem svo að hann hafi ætlað að stytta sér leið með því að stökka yfir steinvegg, sem séð frá honum var 72 cm á hæð. Það var ekki rétt því hinum megin við veginn reyndust hinsvegar vera 3,82 metrar niður á steinsteypa stétt. Maðurinn féll á stéttina og þegar sjúkrabifreið kom á staðinn var maðurinn í hjartastoppi og andaði ekki. Hófust lífgunartilraunir og við komu á slysadeild var hann farinn að anda á ný. Við skoðun reyndist hann óbrotinn en talsvert marinn á lungum. Fyrir dómi taldi maðurinn að hann bæri enga sök á tjóni sínu heldur sé slys hans eingöngu að rekja til vanbúnaðar í nánasta umhverfi Fylkisheimilisins. Hann vísaði til umfjöllunar fréttastofu Stöðvar 2 um málið eftir atburðinn. Þar kom fram hjá framkvæmdastjóra Fylkis að lengi hafi staðið til að lagfæra vegginn en ástæðan fyrir því að það hafði ekki verið gert væri sú að iðnaðarmaður sá er fenginn hafði verið til þess hefði ekki komist í verkið vegna anna. Verjandi Fylkis sagði fyrir dómi að maðurinn hafi verið ölvaður á ferð í svartamyrkri og algjörlega ókunnugur umhverfinu þegar hann hafi án fyrirvara rekið á rás frá samferðarmönnum sínum. Þá hafi hann stokkið yfir vegginn sem sé við inngang á efri hæð hússins án þess að huga nokkuð að því hvað væri handan hans. Íþróttafélagið Fylkir viðurkenndi að bera ábyrgð á 3/4 hlutum tjónsins en félagið taldi að maðurinn hafi sýnt af sér verulegt gáleysi og rétt væri að hann bæri fjórðun tjóns síns sjálfur. „Þótt stefnandi (maðurinn) hafi ekki farið þá leið sem ætlast var til heldur stokkið yfir vegginn, að því sem virðist til að stytta sér leið, verður með hliðsjón af öllum kringumstæðum ekki talið að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi að hann eigi að bera meðábyrgð á tjóni sínu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Fylkir var dæmt til að greiða manninum rúmlega eina milljón króna og jafnframt að greiða allan sakarkostnað mannsins, 650 þúsund krónur.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira