Fyrstu tónleikar Megasar og Senuþjófanna eftir að þessi tvö tónlistaröfl hófu samstarf að nýju verða í Norðurpólnum 2. apríl.
Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er ný plata á leiðinni frá tvíeykinu og nefnist hún (Hugboð um) Vandræði. Útgáfudagur er 4. apríl og á meðal gesta verða söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir og Svíarnir Nils Törnqvist og Mikael Svensson, fyrrverandi liðsmenn Hjálma.
Hugleikur Dagsson gerði teikninguna sem prýðir umslag plötunnar. Sautján lög Megasar verða á plötunni við texta hans og Þorvaldar Þorsteinssonar. - fb
Ný Megasarplata væntanleg í apríl
