Fótbolti

Serbar beðnir að halda sig á mottunni

Serbarnir gerðu allt vitlaust í Genoa.
Serbarnir gerðu allt vitlaust í Genoa.
Knattspyrnusamband Serbíu hefur biðlað til stuðningsmanna sinna að haga sér almennilega er Serbar mæta Ítalíu í undankeppni EM þann 7. október næstkomandi.

Eins og menn eflaust muna varð að flauta af fyrri leik liðanna í Genoa eftir aðeins sex mínútna leik. Þá voru stuðningsmenn Serba búnir að gera allt brjálað á pöllunum.

Þess utan réðust stuðningsmenn Serbanna á liðsrútu serbneska liðsins fyrir leik sem var áhugavert útspil. Svo slógust þeir við lögreglumenn og grýttu blysum í gesti og gangandi. Almenn stemning.

Serbar eru á skilorði hjá UEFA og ef stuðningsmenn haga sér ekki á leiknum blasir lítið annað en heimaleikjabann við Serbunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×