Lífið

Á uppboði fyrir Japan

Gwen Stefani Söngkonan býður sjálfa sig upp vegna hamfaranna í Japan.
Gwen Stefani Söngkonan býður sjálfa sig upp vegna hamfaranna í Japan.
Söngkonan Gwen Stefani úr No Doubt ætlar að bjóða sjálfa sig upp í von um að safna peningum handa fórnarlömbum hamfaranna í Japan. Hæstbjóðandinn fær að hitta Stefani í eigin persónu og vera með henni á fjáröflunarsamkomu í Los Angeles.

Stefani hefur þegar gefið eina milljón dala, eða yfir eitt hundrað milljónir króna, til samtakanna Save the Children sem aðstoða börn sem hafa orðið illa úti vegna hamfaranna. „Japan hefur veitt mér innblástur í mörg ár og ég ber mikla virðingu fyrir Japönum og menningu þeirra," sagði Stefani.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.