Enski boltinn

David Luiz: Torres er frábær persóna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres og David Luiz á æfingu með Chelsea.
Fernando Torres og David Luiz á æfingu með Chelsea. Mynd/AP
Brasilíumaðurinn David Luiz er sannfærður um að Fernando Torres muni fara að raða inn mörkum fyrir Chelsea þegar hann nær loksins að brjóta ísinn. David Luiz hefur slegið í gegn hjá Chelsea en það hefur lítið gengið hjá Torres síðan að þeir voru keyptir fyrir 71 milljón punda á síðasta degi félagsskiptagluggans.

David Luiz, sem er varnamaður, hefur þegar skorað tvö mörk fyrir Chelsea en Fernando Torres er enn markalaus eftir 500 spilaðar mínútur í Chelsea-búningnum.

„Það er ekki bara erfitt að ganga í gegnum svo tímabil af því að þú heitir Fernando Torres því allir framherjar eiga erfitt þegar þeir eru ekki að skora," sagði David Luiz í viðtali við Daily Express.

„Við sjáum allir hvað Fernando leggur mikið á sig á hverjum degi og hann er mikill fagmaður auk þess að vera mjög viðkunnalegur maður og frábær persóna," sagði David Luiz.

„Ég er viss um að um leið og fyrsta markið dettur inn þá mun hann raða inn mörkum því Fernando er mjög sérstakur leikmaður," sagði David Luiz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×