Næstkomandi fimmtudag hefur göngu sína á Stöð 2 sú þáttaröð sem margir Íslendingar eru bíða spenntastir eftir að sjá þetta árið, Steindinn okkar 2. Steindi sló rækilega í gegn í síðustu þáttaröð og hefur það litla sem sést hefur af nýju þáttunum vægast sagt lofað góðu.
Fyrsta atriðið úr nýju þáttaröðinni er nú komið í sýningar á Vísir Sjónvarp. Þar kynnir Steindi til sögunnar nýja persónu, fyrirsætuna Særúnu Óskars. Við skyggnumst hér inn í heim hennar en bestu vinkonur Særúnar eru skutlurnar Ósk Norðfjörð, Hlín Einars og Andrea Björk.
Hægt er að kíkja á atriðið hér fyrir ofan en Steindinn okkar 2 hefur síðan göngu sína á Stöð 2 næstkomandi fimmtudagskvöld, 7. apríl.
Lífið