Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2011 11:44 Frá Kjálkafirði á sunnanverðum Vestfjörðum. Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. Á Vestfjörðum höfðu menn gert sér vonir um að meðan leyst yrði úr deilum um vegarstæði um Gufudalssveit og Teigsskóg yrði þó á næstu þremur árum unnt að endurbæta veginn vestar í Barðastrandarsýslu með því að leggja af 24 kílómetra langan malarveg um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð en fá í staðinn 16 kílómetra malbiksveg og 8 kílómetra styttingu með brúm og fyllingum þvert yfir bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð, sem er inn af Kerlingarfirði. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ítrekað heitið Vestfirðingum því að þetta skyldi verða forgangsverkefnið og í samgönguáætlun, sem nú er í meðförum þingflokka stjórnarliðsins, er boðað að þessi endurbygging Vestfjarðavegar fái langstærsta framlagið á næsta ári, eða einn milljarð króna af þeim sex milljörðum sem verja á til nýframkvæmda. Umsögn Skipulagsstofnunar, sem birt var í gær, er hins vegar afar neikvæð. Þar segir að fyrirhugaðar þveranir fjarðanna, á verndarsvæði Breiðafjarðar, muni verða mjög áberandi mannvirki og rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði verði verulega neikvæð. Þá sé rými til vegarlagningar um Litlanes, sem er á milli fjarðanna, takmarkað. Á þeim kafla megni mótvægisaðgerðir, sem Vegagerðin áformar, lítið til að draga úr, koma í veg fyrir eða bæta fyrir neikvæð áhrif á landslag á Litlanesi. Þá gerir Skipulagsstofnun alvarlegar athugasemdir við áhrif á arnarvarp og segir að varpstaðir arna verði á einum kafla sýnilegri vegfarendum en áður. Það geti leitt til þess að forvitni vegfarenda verði vakin og umgangur við hreiður arnanna verði meiri en nú er. Misfarist arnarvarp um áraraðir vegna truflunar á varptíma sé hætta á að áhrifin verði varanleg. Verði nýi vegurinn þar hins vegar lagður um núverandi vegstæði gamla vegarins megi þó gera ráð fyrir að varp haldi áfram. Þá staðhæfir Skipulagsstofnun að hávaði vegna vegavinnu geti styggt erni frá varpi og vill banna vegaframkvæmdir nærri hreiðrum meðan á varptíma stendur. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. Á Vestfjörðum höfðu menn gert sér vonir um að meðan leyst yrði úr deilum um vegarstæði um Gufudalssveit og Teigsskóg yrði þó á næstu þremur árum unnt að endurbæta veginn vestar í Barðastrandarsýslu með því að leggja af 24 kílómetra langan malarveg um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð en fá í staðinn 16 kílómetra malbiksveg og 8 kílómetra styttingu með brúm og fyllingum þvert yfir bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð, sem er inn af Kerlingarfirði. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ítrekað heitið Vestfirðingum því að þetta skyldi verða forgangsverkefnið og í samgönguáætlun, sem nú er í meðförum þingflokka stjórnarliðsins, er boðað að þessi endurbygging Vestfjarðavegar fái langstærsta framlagið á næsta ári, eða einn milljarð króna af þeim sex milljörðum sem verja á til nýframkvæmda. Umsögn Skipulagsstofnunar, sem birt var í gær, er hins vegar afar neikvæð. Þar segir að fyrirhugaðar þveranir fjarðanna, á verndarsvæði Breiðafjarðar, muni verða mjög áberandi mannvirki og rýra gildi svæðisins. Áhrif á landslag og verndarsvæði verði verulega neikvæð. Þá sé rými til vegarlagningar um Litlanes, sem er á milli fjarðanna, takmarkað. Á þeim kafla megni mótvægisaðgerðir, sem Vegagerðin áformar, lítið til að draga úr, koma í veg fyrir eða bæta fyrir neikvæð áhrif á landslag á Litlanesi. Þá gerir Skipulagsstofnun alvarlegar athugasemdir við áhrif á arnarvarp og segir að varpstaðir arna verði á einum kafla sýnilegri vegfarendum en áður. Það geti leitt til þess að forvitni vegfarenda verði vakin og umgangur við hreiður arnanna verði meiri en nú er. Misfarist arnarvarp um áraraðir vegna truflunar á varptíma sé hætta á að áhrifin verði varanleg. Verði nýi vegurinn þar hins vegar lagður um núverandi vegstæði gamla vegarins megi þó gera ráð fyrir að varp haldi áfram. Þá staðhæfir Skipulagsstofnun að hávaði vegna vegavinnu geti styggt erni frá varpi og vill banna vegaframkvæmdir nærri hreiðrum meðan á varptíma stendur.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira