Heimsendir í nánd í nýju lagi frá Nýdanskri 8. janúar 2011 10:00 Daníel Ágúst, Björn Jörundur og Jón Ólafsson ásamt Kidda í Memfismafíunni. Fréttablaðið/Vilhelm Hljómsveitin Nýdönsk er komin í hljóðver og vinnur að upptökum á nýju lagi. Lagið heitir Í nánd og er gefið út í tilefni af sýningu hljómsveitarinnar í Borgarleikhúsinu í febrúar. „Ég myndi segja að lagið sé í hressari kantinum," segir Björn Jörundur Friðbjörnsson, söngvari Nýdanskrar, og fyrir aftan heyrist í Jóni Ólafssyni leggja orð í belg: „Í svalari kantinum." Og Björn tekur aftur við: „Þetta er svona svalandi eins og norðanbálið sem brennur á okkur á meðan við tölum saman." Nýdönsk vinnur nú að upptökum á laginu Í nánd, sem kemur út á næstunni í tilefni af sýningu hljómsveitarinnar í Borgarleikhúsinu í byrjun febrúar. Tilviljun réði því að hljómsveitin hóf upptökur á laginu á sama tíma og fuglar hófu að falla dauðir af himnum víða um heim. „Það er bara til þess að renna stoðum undir það sem fjallað er um í laginu," segir Björn. „Heimsendir er í nánd í laginu. Heimsendaspámennirnir hafa orðið ofan á í fjölmiðlum síðustu mánuði - er það ekki veðrið og fugladauði sem hefur orðið til þess að þeir halda að heimsendir sé fram undan? Við erum reyndar ekkert að tala um nýliðna atburði í laginu." Nýdönsk sendi síðast frá sér plötuna Turninn fyrir tveimur árum, en platan markaði jafnframt endurkomu Daníels Ágústs í hljómsveitina. Björn útilokar ekki að ný plata komi frá hljómsveitinni á árinu. „Það má vel vera. Það kemur plata einhvern tíma. Hvort hún verði kláruð á árinu eða næsta ári, veit ég ekki. Það er alltaf plata á leiðinni," útskýrir Björn. „Það fer eftir því hvernig okkur gengur að búa til boðlega tónlist." En er samstarfið farið að stirðna eftir öll þessi ár? „Samstarfið er mjög gott vegna þess að við eyðum orðið svo litlum tíma saman. Hér áður vorum við saman allan daginn, alla vikuna. Þá fengum við nóg af hver öðrum. Núna erum við aldrei saman nema við þurfum þess. Það kemur mjög vel út. Þannig geta hljómsveitir verið starfandi að eilífu." Meðlimir Nýdanskrar hafa fengist við ýmislegt en sjálfur hefur Björn farið reglulega á sjó í gegnum tíðina. „Ég var í trilluútgerð í fyrrasumar - skellti mér í það mér til ánægju og yndisauka," segir hann. „Fór svo í beinu framhaldi af því aðeins á sjóinn hjá félaga mínum á Siglufirði. Ég og annar félagi minn erum þar með trilluna. Ég á ættir að rekja þangað." Og hvað ertu að fiska? „Það sem bítur á." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Hljómsveitin Nýdönsk er komin í hljóðver og vinnur að upptökum á nýju lagi. Lagið heitir Í nánd og er gefið út í tilefni af sýningu hljómsveitarinnar í Borgarleikhúsinu í febrúar. „Ég myndi segja að lagið sé í hressari kantinum," segir Björn Jörundur Friðbjörnsson, söngvari Nýdanskrar, og fyrir aftan heyrist í Jóni Ólafssyni leggja orð í belg: „Í svalari kantinum." Og Björn tekur aftur við: „Þetta er svona svalandi eins og norðanbálið sem brennur á okkur á meðan við tölum saman." Nýdönsk vinnur nú að upptökum á laginu Í nánd, sem kemur út á næstunni í tilefni af sýningu hljómsveitarinnar í Borgarleikhúsinu í byrjun febrúar. Tilviljun réði því að hljómsveitin hóf upptökur á laginu á sama tíma og fuglar hófu að falla dauðir af himnum víða um heim. „Það er bara til þess að renna stoðum undir það sem fjallað er um í laginu," segir Björn. „Heimsendir er í nánd í laginu. Heimsendaspámennirnir hafa orðið ofan á í fjölmiðlum síðustu mánuði - er það ekki veðrið og fugladauði sem hefur orðið til þess að þeir halda að heimsendir sé fram undan? Við erum reyndar ekkert að tala um nýliðna atburði í laginu." Nýdönsk sendi síðast frá sér plötuna Turninn fyrir tveimur árum, en platan markaði jafnframt endurkomu Daníels Ágústs í hljómsveitina. Björn útilokar ekki að ný plata komi frá hljómsveitinni á árinu. „Það má vel vera. Það kemur plata einhvern tíma. Hvort hún verði kláruð á árinu eða næsta ári, veit ég ekki. Það er alltaf plata á leiðinni," útskýrir Björn. „Það fer eftir því hvernig okkur gengur að búa til boðlega tónlist." En er samstarfið farið að stirðna eftir öll þessi ár? „Samstarfið er mjög gott vegna þess að við eyðum orðið svo litlum tíma saman. Hér áður vorum við saman allan daginn, alla vikuna. Þá fengum við nóg af hver öðrum. Núna erum við aldrei saman nema við þurfum þess. Það kemur mjög vel út. Þannig geta hljómsveitir verið starfandi að eilífu." Meðlimir Nýdanskrar hafa fengist við ýmislegt en sjálfur hefur Björn farið reglulega á sjó í gegnum tíðina. „Ég var í trilluútgerð í fyrrasumar - skellti mér í það mér til ánægju og yndisauka," segir hann. „Fór svo í beinu framhaldi af því aðeins á sjóinn hjá félaga mínum á Siglufirði. Ég og annar félagi minn erum þar með trilluna. Ég á ættir að rekja þangað." Og hvað ertu að fiska? „Það sem bítur á." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning