Leita uppi óbólusett börn vegna mislinga 8. desember 2011 11:00 Sóttvarnalæknir hvetur foreldra til að bólusetja börn sín. MMR-bóluefnið Priorix er notað hér á landi og er talið öruggt og áhrifaríkt.nordicphotos/getty images Haraldur Briem Haraldur Briem sóttvarnalæknir hvetur foreldra til að bólusetja börn sín við mislingum. Embættið leitar nú óbólusettra barna á grunni fullkomins upplýsingabanka. Hann segir ljóst að hlutfall bólusetninga megi ekki minnka að ráði hér á landi ef ekki eigi að skapast hætta á að mislingar blossi upp hér. Á þremur árum hefur mislingafaraldur náð til allra Evrópulanda nema Íslands, Ungverjalands og Kýpur. Haraldur viðurkennir að það valdi honum áhyggjum að bólusetningar gegn mislingum séu á mörkum þess sem teljist viðunandi hér á landi. „Svokallað hjarðónæmi, sem við erum að sækjast eftir og kemur í veg fyrir að við fáum faraldur hérna, næst þegar ekki færri en 90 prósent mannfjöldans eða meira eru bólusett. Ef þetta lækkar hjá okkur úr því sem það er núna erum við ekki í góðum málum." Haraldur segir að ýmislegt geti legið því að baki að börn séu ekki bólusett, svo sem misskilningur og aðgæsluleysi. Þá sé nokkur hópur fólks alfarið mótfallinn bólusetningum. „Það sem við erum að gera núna er að finna óbólusett börn og leita eftir upplýsingum um hverju það sætir. Við ætlum að elta þetta uppi og finna óbólusett börn. Við erum að vinna að því í þessum töluðu orðum," segir Haraldur, en á Íslandi er talið að 90 til 95 prósent barna hafi fengið fullnægjandi bólusetningu gegn mislingum, við átján mánaða og tólf ára aldur. Mislingafaraldurinn í Evrópu hófst árið 2009 en hefur náð nýjum hæðum undanfarna mánuði. „Ég hef sagt að það sé lýðheilsuhneyksli að þessi staða sé komin upp. Sjúkdómurinn grasserar í þróuðum ríkjum eins og Frakklandi, Þýskalandi og Austurríki, sem mér finnst dapurlegt," segir Haraldur. Til þessa hafa rúmlega 30 þúsund einstaklingar greinst með mislinga á árinu 2011. Um 82 prósent þeirra voru óbólusett, flest börn yngri en tíu ára. Flest tilfelli hafa verið tilkynnt í Frakklandi. „Hátt á annan tug barna hefur dáið síðan faraldurinn hófst og þá eru ónefnd börnin sem hafa fengið alvarlega heilabólgu og enn fleiri alvarlega lungnabólgu. Þetta eru hinir alvarlegu fylgikvillar mislinganna." - shá Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Haraldur Briem Haraldur Briem sóttvarnalæknir hvetur foreldra til að bólusetja börn sín við mislingum. Embættið leitar nú óbólusettra barna á grunni fullkomins upplýsingabanka. Hann segir ljóst að hlutfall bólusetninga megi ekki minnka að ráði hér á landi ef ekki eigi að skapast hætta á að mislingar blossi upp hér. Á þremur árum hefur mislingafaraldur náð til allra Evrópulanda nema Íslands, Ungverjalands og Kýpur. Haraldur viðurkennir að það valdi honum áhyggjum að bólusetningar gegn mislingum séu á mörkum þess sem teljist viðunandi hér á landi. „Svokallað hjarðónæmi, sem við erum að sækjast eftir og kemur í veg fyrir að við fáum faraldur hérna, næst þegar ekki færri en 90 prósent mannfjöldans eða meira eru bólusett. Ef þetta lækkar hjá okkur úr því sem það er núna erum við ekki í góðum málum." Haraldur segir að ýmislegt geti legið því að baki að börn séu ekki bólusett, svo sem misskilningur og aðgæsluleysi. Þá sé nokkur hópur fólks alfarið mótfallinn bólusetningum. „Það sem við erum að gera núna er að finna óbólusett börn og leita eftir upplýsingum um hverju það sætir. Við ætlum að elta þetta uppi og finna óbólusett börn. Við erum að vinna að því í þessum töluðu orðum," segir Haraldur, en á Íslandi er talið að 90 til 95 prósent barna hafi fengið fullnægjandi bólusetningu gegn mislingum, við átján mánaða og tólf ára aldur. Mislingafaraldurinn í Evrópu hófst árið 2009 en hefur náð nýjum hæðum undanfarna mánuði. „Ég hef sagt að það sé lýðheilsuhneyksli að þessi staða sé komin upp. Sjúkdómurinn grasserar í þróuðum ríkjum eins og Frakklandi, Þýskalandi og Austurríki, sem mér finnst dapurlegt," segir Haraldur. Til þessa hafa rúmlega 30 þúsund einstaklingar greinst með mislinga á árinu 2011. Um 82 prósent þeirra voru óbólusett, flest börn yngri en tíu ára. Flest tilfelli hafa verið tilkynnt í Frakklandi. „Hátt á annan tug barna hefur dáið síðan faraldurinn hófst og þá eru ónefnd börnin sem hafa fengið alvarlega heilabólgu og enn fleiri alvarlega lungnabólgu. Þetta eru hinir alvarlegu fylgikvillar mislinganna." - shá
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira