Innlent

Fjörutíu ára afmæli samskipta við Kína

Forsetar Íslands og Kína skiptust í dag á heillaskeytum í tilefni af því að í dag eru fjörutíu ár liðin frá því að ríkin tóku upp formleg samskipti. Hu Jintao forseti Kína segir að samskipti þjóðanna hefðu þróast jafnt og þétt í gegnum árin á grundvelli virðingar í garð hvors annars og hagsbóta fyrir bæði ríkin. Ólafur Ragnar talaði á svipuðum nótum í sínu skeyti og sagði að tvíhliða samstarfið hefði gengið vel í þessa fjóra áratugi.

Þá skiptust utanríkisráðherrararnir Yang Jiechi og Össur Skarphéðinsson einnig á skeytum í tilefni dagsins að því er fram kemur í kínverska miðlinum China Daily.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×