Ísdrottningin framleiðir eggjandi undirföt og olíur 22. september 2011 07:00 Ásdís Rán prýðir forsíðuna á ítalska tímaritinu World&Pleasure. "Þetta er klárlega jólagjöfin í ár," segir Ásdís Rán fyrirsæta um undirfatalínu sem kemur á markað í lok nóvember. Ásdís, sem hefur verið að hanna og selja kjóla fyrir verslanir Hagkaupa undir merkinu Ice Queen, er nú að stækka við línuna og bæta við vörum. "Þetta eru súperheit undirföt sem ég hef verið að hanna undanfarna mánuði og læt búa til fyrir mig í Búlgaríu," segir Ásdís og Sigríður Gröndal, innkaupastjóri hjá Hagkaupum, tekur í sama streng. "Þetta eru mjög skemmtileg og flott undirföt hjá henni," segir hún, en mikil ánægja er með fatalínur Ásdísar hjá verslanakeðjunni. "Við höfum verið með kjóla frá henni sem seldust upp og viðskiptavinir voru ánægðir, þá helst ungar konur." Ásdís hefur í nógu að snúast þessa dagana því ásamt því að koma undirfatalínunni heim og saman er hún að bæta ilmandi baðsápum og olíum við Ice Queen-línuna sína. "Þetta eru ótrúlega flottar vörur sem eru væntanlegar í búðir á Íslandi á næstu vikum. Ég stefni ótrauð áfram með Ice Queen-merkið og ætla mér að bæta inn fleiri vörum í línuna á næsta ári." Það eru ekki einungis Íslendingar sem eiga kost á að kaupa föt úr Ice Queen-fatalínunni því fatnaðurinn fer í sölu í Búlgaríu á næstu vikum. Verða fötin seld í sér deildum í verslunum. Ásdís segir að mikill áhugi sé meðal verslunarfólks í Búlgaríu að taka vörurnar í sölu hjá sér. "Ég kalla deildirnar íshellinn, því þannig er útlitið utan um fatnaðinn í búðum," segir Ásdís, en tvær búðir í Sofiu með Ice Queen-vörur verða opnaðar á næstu mánuðum. "Það er aldrei að vita nema ég opni Ice Queen-búð á Íslandi innan skamms," segir Ásdís, en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún á leiðinni aftur til Sofiu eftir fjölskyldufrí við Svartahafið. "Það er stutt að keyra á milli og við slöppuðum af í 27 stiga hita, sem var yndislegt." Þrátt fyrir mikinn uppgang í Ice Queen-vörumerkinu er Ásdís ekki hætt að sitja fyrir, en hún birtist nýlega á forsíðu ítalska tímaritsins World&Pleasure. "Það er viðtal inni í blaðinu við mig en þeir hafa viljað fá mig á forsíðuna í smá tíma og voru hrifnir af þessari mynd. Síðan verð ég á forsíðunni á kanadísku tímariti sem heitir Summum magazine og kemur út í næsta mánuði." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftarsöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Fleiri fréttir Rússland aftur í Eurovision - undirskriftarsöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Sjá meira
"Þetta er klárlega jólagjöfin í ár," segir Ásdís Rán fyrirsæta um undirfatalínu sem kemur á markað í lok nóvember. Ásdís, sem hefur verið að hanna og selja kjóla fyrir verslanir Hagkaupa undir merkinu Ice Queen, er nú að stækka við línuna og bæta við vörum. "Þetta eru súperheit undirföt sem ég hef verið að hanna undanfarna mánuði og læt búa til fyrir mig í Búlgaríu," segir Ásdís og Sigríður Gröndal, innkaupastjóri hjá Hagkaupum, tekur í sama streng. "Þetta eru mjög skemmtileg og flott undirföt hjá henni," segir hún, en mikil ánægja er með fatalínur Ásdísar hjá verslanakeðjunni. "Við höfum verið með kjóla frá henni sem seldust upp og viðskiptavinir voru ánægðir, þá helst ungar konur." Ásdís hefur í nógu að snúast þessa dagana því ásamt því að koma undirfatalínunni heim og saman er hún að bæta ilmandi baðsápum og olíum við Ice Queen-línuna sína. "Þetta eru ótrúlega flottar vörur sem eru væntanlegar í búðir á Íslandi á næstu vikum. Ég stefni ótrauð áfram með Ice Queen-merkið og ætla mér að bæta inn fleiri vörum í línuna á næsta ári." Það eru ekki einungis Íslendingar sem eiga kost á að kaupa föt úr Ice Queen-fatalínunni því fatnaðurinn fer í sölu í Búlgaríu á næstu vikum. Verða fötin seld í sér deildum í verslunum. Ásdís segir að mikill áhugi sé meðal verslunarfólks í Búlgaríu að taka vörurnar í sölu hjá sér. "Ég kalla deildirnar íshellinn, því þannig er útlitið utan um fatnaðinn í búðum," segir Ásdís, en tvær búðir í Sofiu með Ice Queen-vörur verða opnaðar á næstu mánuðum. "Það er aldrei að vita nema ég opni Ice Queen-búð á Íslandi innan skamms," segir Ásdís, en þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún á leiðinni aftur til Sofiu eftir fjölskyldufrí við Svartahafið. "Það er stutt að keyra á milli og við slöppuðum af í 27 stiga hita, sem var yndislegt." Þrátt fyrir mikinn uppgang í Ice Queen-vörumerkinu er Ásdís ekki hætt að sitja fyrir, en hún birtist nýlega á forsíðu ítalska tímaritsins World&Pleasure. "Það er viðtal inni í blaðinu við mig en þeir hafa viljað fá mig á forsíðuna í smá tíma og voru hrifnir af þessari mynd. Síðan verð ég á forsíðunni á kanadísku tímariti sem heitir Summum magazine og kemur út í næsta mánuði." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftarsöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Fleiri fréttir Rússland aftur í Eurovision - undirskriftarsöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Sjá meira