Kex Hostel hefur opnað listamönnum húsakynni sín í desember og á þriðjudagskvöldið var röðin komin að tónlistarmanninum Snorra Helgasyni og rithöfundinum Óttari Norðfjörð að deila verkum sínum. Margir lögðu leið sína á Kex til að hlusta á Óttar lesa upp úr nýjustu skáldsögu sinni Lygaranum og Snorra spila ljúfa tóna frá plötu sinni Winter Sun.
Margmenni á Kexmas
