Nancy Sinatra nútímans 16. desember 2011 12:00 Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings. Fáir hafa heyrt nafn Lönu Del Rey en fleiri hafa hins vegar heyrt lag hennar Video Games oftar en einu sinni á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Lagið hefur slegið í gegn og tæplega tvær milljónir hlustað á myndbandið á You Tube. Í nóvember á þessu ári hélt Lana Del Rey sína fyrstu tónleika í Bretlandi og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Með Kurt Cobain, Thomas Newman og Bruce Springsteen sem sínar tónlistarfyrirmyndir vill Lana del Rey láta kalla sig Nancy Sinatra nútímans. Lana Del Rey heitir í raun Elizabeth Grant en hún hefur viðurkennt að listamannsnafnið var búið til af umboðsmönnum hennar til að selja fleiri plötur. Hún reyndi að koma sér á framfæri árið 2009 í poppbransanum en það mistókst og í ár sneri hún aftur með nýja ímynd. Meira hár, þykkari varir, betri lög og klæddí anda sjöunda áratugarins. Lana Del Rey er fædd og uppalin í New York og dóttir milljarðamæringsins Robs Grant, en sá bakgrunnur hefur valdið ímynd hennar nokkrum skaða enda skiptar skoðanir um hvort söngkonan hafi einfaldlega borgað sig áfram í tónlistarbransanum. En það verður ekki um það deilt að lagið Video Games er eitt af lögum ársins og nýjasta lag hennar, Born to Die, á eftir að klifra hátt upp listana á næstu vikum. Það bendir allt til þess að Lana Del Rey eigi eftir að fá nokkur tónlistarverðlaunin árið 2012. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings. Fáir hafa heyrt nafn Lönu Del Rey en fleiri hafa hins vegar heyrt lag hennar Video Games oftar en einu sinni á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Lagið hefur slegið í gegn og tæplega tvær milljónir hlustað á myndbandið á You Tube. Í nóvember á þessu ári hélt Lana Del Rey sína fyrstu tónleika í Bretlandi og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Með Kurt Cobain, Thomas Newman og Bruce Springsteen sem sínar tónlistarfyrirmyndir vill Lana del Rey láta kalla sig Nancy Sinatra nútímans. Lana Del Rey heitir í raun Elizabeth Grant en hún hefur viðurkennt að listamannsnafnið var búið til af umboðsmönnum hennar til að selja fleiri plötur. Hún reyndi að koma sér á framfæri árið 2009 í poppbransanum en það mistókst og í ár sneri hún aftur með nýja ímynd. Meira hár, þykkari varir, betri lög og klæddí anda sjöunda áratugarins. Lana Del Rey er fædd og uppalin í New York og dóttir milljarðamæringsins Robs Grant, en sá bakgrunnur hefur valdið ímynd hennar nokkrum skaða enda skiptar skoðanir um hvort söngkonan hafi einfaldlega borgað sig áfram í tónlistarbransanum. En það verður ekki um það deilt að lagið Video Games er eitt af lögum ársins og nýjasta lag hennar, Born to Die, á eftir að klifra hátt upp listana á næstu vikum. Það bendir allt til þess að Lana Del Rey eigi eftir að fá nokkur tónlistarverðlaunin árið 2012. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira