Ekki hægt að meta erfðabreytt matvæli 30. nóvember 2011 06:00 Ræktun Þó að sett hafi verið takmörk á magn um 300 efna í matvælum, til dæmis skordýraeiturs og sveppaeiturs, er ekki hægt að mæla hvort íslensk matvara sé innan löglegra marka nema senda sýni úr landi.Nordicphotos/AFP Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undanþágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvælarannsóknir Íslands, sem er opinbert hlutafélag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvælastofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undanþágu frá þessu ákvæði matvælalöggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftirsóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðuneytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér aukinn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostnaður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undanþágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvælarannsóknir Íslands, sem er opinbert hlutafélag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvælastofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undanþágu frá þessu ákvæði matvælalöggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftirsóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðuneytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér aukinn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostnaður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira