Léttklæddar íslenskar mæðgur hneyksla Bandaríkjamenn 15. nóvember 2011 08:00 Jóhanna er ánægð með auglýsingarherferðina sem skartar henni og dóttur hennar Indíu í aðalhlutverkum. Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines „Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur," segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki. Auglýsingaherferðin er fyrir nærfatahönnuðinn The Lake & Stars en þar sitja Jóhanna og Indía saman fyrir klæddar nærfatnaði frá hönnuðinum. Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og á vefsíðu The Huffington Post er að finna grein þar sem greinarhöfundur getur hreinlega ekki ákveðið hvort honum finnst herferðin snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. „Kynþokkafullt? Fallegt? Mjög vandræðalegt? Við bara getum ekki ákveðið okkur," segir í greininni og viðbrögð lesenda við greininni láta ekki á sér standa. Flestum finnst myndirnar óþægilegar enda óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfatnaði einum klæða.Það er óneitanlega óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfataauglýsingu og hafa myndirnar vakið misjöfn viðbrögð netverja.Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines„Einn af hönnuðunum er nágranni minn hérna í Brooklyn og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að sitja fyrir í næstu herferð hjá þeim. Við samþykktum strax og fannst ekkert athugavert við það enda treystum við þeim algjörlega," segir Jóhanna í samtali við Fréttablaðið og bætir við að The Lake & Stars sé þekkt fyrir að búa til herferðir sem veki athygli og hristi upp í fólki. „Við erum mjög ánægðar með myndirnar og finnst þær gerðar á fallegan hátt. Mér finnst þær sýna hlýju, ást og einlægni milli mín og dóttur minnar," segir Jóhanna en viðurkennir vissulega að myndirnar séu sérstakar.Hér eru mæðgurnar saman við opnun nærfatamerkisins The Lake & Stars í New York.„Ég ætla ekki að lesa meira af þessum viðbrögðum á netinu og þykir leiðinlegt að það sé svona mikil þröngsýni og tíkarskapur í gangi á netinu." Jóhanna er búsett í New York þar sem hún er með skartgripaframleiðsluna Kríu og hefur Indía dóttir hennar verið að prufa sig áfram í fyrirsætustörfum, en hún varð 18 ára í maí. „Ég stend fyllilega á bak við þá ákvörðun að gera þetta og ég meina, hvaða mamma færi í fýlu yfir standa stolt með fallegridóttur sinni á svona fögrum myndum?" alfrun@frettabladid.is Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Það hefur enginn stoppað okkur úti á götu eða hringt en gagnrýnin á netinu hefur ekki farið fram hjá okkur," segir Jóhanna Metúsalemsdóttir skartgripahönnuður um viðbrögðin við auglýsingaherferð sem skartar henni og dóttur hennar, Indíu Salvöru Menuez, í aðalhlutverki. Auglýsingaherferðin er fyrir nærfatahönnuðinn The Lake & Stars en þar sitja Jóhanna og Indía saman fyrir klæddar nærfatnaði frá hönnuðinum. Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og á vefsíðu The Huffington Post er að finna grein þar sem greinarhöfundur getur hreinlega ekki ákveðið hvort honum finnst herferðin snilldarlega framsett eða hreinlega vandræðaleg. „Kynþokkafullt? Fallegt? Mjög vandræðalegt? Við bara getum ekki ákveðið okkur," segir í greininni og viðbrögð lesenda við greininni láta ekki á sér standa. Flestum finnst myndirnar óþægilegar enda óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfatnaði einum klæða.Það er óneitanlega óvanalegt að sjá mæðgur saman í nærfataauglýsingu og hafa myndirnar vakið misjöfn viðbrögð netverja.Mynd/The Lake & Stars/Tom Hines„Einn af hönnuðunum er nágranni minn hérna í Brooklyn og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að sitja fyrir í næstu herferð hjá þeim. Við samþykktum strax og fannst ekkert athugavert við það enda treystum við þeim algjörlega," segir Jóhanna í samtali við Fréttablaðið og bætir við að The Lake & Stars sé þekkt fyrir að búa til herferðir sem veki athygli og hristi upp í fólki. „Við erum mjög ánægðar með myndirnar og finnst þær gerðar á fallegan hátt. Mér finnst þær sýna hlýju, ást og einlægni milli mín og dóttur minnar," segir Jóhanna en viðurkennir vissulega að myndirnar séu sérstakar.Hér eru mæðgurnar saman við opnun nærfatamerkisins The Lake & Stars í New York.„Ég ætla ekki að lesa meira af þessum viðbrögðum á netinu og þykir leiðinlegt að það sé svona mikil þröngsýni og tíkarskapur í gangi á netinu." Jóhanna er búsett í New York þar sem hún er með skartgripaframleiðsluna Kríu og hefur Indía dóttir hennar verið að prufa sig áfram í fyrirsætustörfum, en hún varð 18 ára í maí. „Ég stend fyllilega á bak við þá ákvörðun að gera þetta og ég meina, hvaða mamma færi í fýlu yfir standa stolt með fallegridóttur sinni á svona fögrum myndum?" alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira