Hýsir leikara uppá jökli í 25 fermetra gámahúsum 14. nóvember 2011 08:00 Gísli D. Reynisson keypti trukkana og með þeim fylgdu gámahús sem hægt er að setja upp hvar sem er. „Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra," segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verður þannig tökuliði Game of Thrones innan handar en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvikmyndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað meðfram öðrum verkefnum, ég byrjaði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús," segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvikmyndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppá íslenska hálendinu.Gámarnir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og sést.Verkefnin sem fylgja kvikmyndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppá jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum," útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekinn var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðarlega flott leikmynd og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu." En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inná milli." freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sjá meira
„Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra," segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Gísli og fyrirtæki hans verður þannig tökuliði Game of Thrones innan handar en tökur hefjast í lok þessa mánaðar fyrir austan; fyrst við Skálafellsjökul og svo á Höfðabrekkuheiði. Gámarnir sem um ræðir eru fjögurra metra langir en þegar hliðarnar hafa verið felldar út og öllu tjaldað til eru þeir eins og 25 fermetra hús. Gísli er eldri en tvívetra í þessum bransa og hóf að aðstoða kvikmyndatökufólk fyrir tíu árum. Vík og nágrenni hefur verið vinsæll tökustaður hjá erlendu kvikmyndagerðarfólki og Gísli því unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, Tomb Rider og Die Another Day. „Maður er bara að reyna skapa sér eitthvað meðfram öðrum verkefnum, ég byrjaði á því að kaupa trukka sem henta mjög vel í þetta og þeim fylgdu þessi hús," segir Gísli og reynir að gera lítið úr sínum hlut í þessum stóru Hollywood-kvikmyndum þótt húsin hans hafi örugglega reynst hin besta vin uppá íslenska hálendinu.Gámarnir hafa séð um að hýsa leikara við erfiðar aðstæður eins og sést.Verkefnin sem fylgja kvikmyndagerðinni eru æði fjölbreytt og þannig hefur Gísli yfir að ráða tankbíl en hann kemst nánast hvert á land sem er. Eins og önnur farartæki Gísla. „Stundum þarf að bleyta og rykbinda fyrir tökur og stundum þarf að framleiða snjó uppá jökli. Þá kemur tankbíllinn að góðum notum," útskýrir Gísli og viðurkennir að hann hlakki mikið til að sjá Prometheus eftir Ridley Scott sem tekinn var upp hér á landi í sumar. „Þar var gríðarlega flott leikmynd og það verður forvitnilegt að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu." En starf Gísla er síður en svo auðvelt og vinnudagarnir geta verið ansi langir, stundum tuttugu klukkustundir. „Ég þarf að vera fyrstur á tökustað til að setja allt upp og svo síðastur í burtu þegar allt er búið. En þetta getur verið þrælgaman inná milli." freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sjá meira