Menning

Ameríka sýnir Óttari áhuga

Báðir fætur á jörðinni Óttar Martin hefur fundið fyrir áhuga hjá bandarísku framleiðslufyrirtæki vegna nýrrar bókar sinnar, Lygarinn.
Báðir fætur á jörðinni Óttar Martin hefur fundið fyrir áhuga hjá bandarísku framleiðslufyrirtæki vegna nýrrar bókar sinnar, Lygarinn.
„Þetta er lítið framleiðslufyrirtæki sem frétti af bókinni í gegnum sameiginlega vinkonu, Rut Hermannsdóttur sjónvarpsframleiðanda. En það er ekkert fast í hendi,“ segir Óttar Martin Norðfjörð rithöfundur.

Bandarískt framleiðslufyrirtæki hefur sýnt bók hans, Lygaranum, áhuga en hún gerist árið 1972 þegar hið heimsfræga einvígi Spasskís og Bobby Fischer fór fram í Laugardalshöll.

Fyrirtækið frétti af bókinni í gegnum Rut sem fékk að sjá uppkastið að bókinni. „Rut hefur mjög góð tengsl í þessum bransa og hefur vitað af þessari bók mjög lengi. Hún spurði hvort hún mætti gauka henni að vinum sínum og mér fannst það sjálfsagt mál,“ segir Óttar og bætir því við að hann hafi nú báðar fæturna á jörðinni, það sé ekkert niðurneglt.

„Hins vegar er mikill áhugi á norrænum bókmenntum og kvikmyndum í Bandaríkjunum og bóka-umboðsmaður minn hefur sagt mér að fólk sé mjög áhugasamt um Norðurlöndin. Fischer/Spasskí-tengingin skemmir auðvitað heldur ekkert fyrir því það er mun stærra í hugum Bandaríkjamanna en fólk hérna heima gerir sér grein fyrir.“

- fgg


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.