Lífið

Ótrúlega stolt af Rúnari

Margrét Helga og Theódór Júlíusson komust ekki til Úkraínu þar sem þau voru bæði að frumsýna, hvort í sínu leikhúsinu þó.
Fréttablaðið/Anton
Margrét Helga og Theódór Júlíusson komust ekki til Úkraínu þar sem þau voru bæði að frumsýna, hvort í sínu leikhúsinu þó. Fréttablaðið/Anton
„Þetta er mjög ánægjulegt fyrir hann og Rúnar á mikla framtíð fyrir sér. Hann lagði mikla vinnu og mikinn metnað í þetta verkefni,“ segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona. Kvikmyndin Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson heldur áfram að bæta á sig blómum því myndin hlaut nýverið verðlaun í flokknum „Meeting Points“ á kvikmyndahátíðinni í Valladolid á Spáni. Flokkurinn er tileinkaður fyrstu kvikmynd leikstjóra.

Verðlaunin eru þau þriðju sem falla Eldfjalli í skaut; áður hafði hún hlotið gullna úlfinn í Montréal og silfurverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Chicago.

Rúnar er nú staddur á kvikmyndahátíð í Kænugarði í Úkraínu, en þangað var Margréti og Theódór Júlíussyni einnig boðið. „Við komumst hins vegar ekki, vorum að frumsýna hvort í sínu leikhúsinu á sama tíma. Þetta var sex daga ferð,“ segir Margrét, sem hefur ekki getað fylgst vel með sigurgöngu kvikmyndarinnar að undanförnu, hún er nefnilega tölvulaus. „Ég er í valkvíða, veit ekki hvaða tölvu ég á að fá mér, ég hef því bara lesið um þetta í blöðunum.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.