Lífið

Hjálmar gefa út á gömlu góðu kassettunni

Guðmundur Kristinn Jónsson og félagar í reggísveitinni Hjálmum senda frá sér sína fimmtu hljóðversplötu í dag. Platan nefnist Órar og verður henni væntanlega vel tekið hjá traustum aðdáendahópi sveitarinnar, sem keypti tíu þúsund eintök af síðustu plötu. Hjálmar gefa venju samkvæmt plötur sínar bæði út á geisladiski og vínyl en þeir fara enn lengra í nostalgíunni að þessu sinni því Órar koma sömuleiðis út á kassettu. Alls verða 100 eintök framleidd og koma þau í verslanir á næstunni. Má líklegt telja að slegist verði um þau eintök. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Hjálmar mættu á dögunum í Poppskúrinn á Vísi og tóku lagið Ég teikna stjörnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.