Lífið

Hlífðargallar eru bara fyrir kerlingar


Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol.
Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol. Fréttablaðið/Heida.is

Það er svo æðislegt að geta bara synt beint áfram endalaust og þurfa ekki alltaf að vera að snúa við,“ segir Írena Líf Jónsdóttir, sextán ára Suðurnesjamær sem 6. september síðastliðinn gerði sér lítið fyrir og synti Viðeyjarsund ósmurð og án hlífðargalla á tímanum 1:18:07, sem er besti tími sem nokkur – kona eða karl – hefur náð ósmurður í Viðeyjarsundi.

Írena Líf hefur æft sund frá tíu ára aldri en það var ekki fyrr en í fyrrasumar sem hún byrjaði að reyna fyrir sér í sjósundinu. Árangurinn lét ekki á sér standa og hún er nú Íslandsmeistari í þriggja kílómetra sjósundi kvenna.

„Það var alltaf markmiðið að ná besta kvennatímanum í Viðeyjarsundinu,“ segir hún „og þegar það var hringt í mig og sagt að þetta væri besti tími sem nokkur hefði náð var það bara aukabónus, ég var eiginlega búin að taka út gleðina yfir að hafa náð markmiðinu.“

Hvers vegna syndirðu alltaf ósmurð og án hlífðargalla?
„Iss, það er bara fyrir kerlingar,“ segir Írena Líf og fussar. „Mesta kikkið er einmitt kuldinn og að sjá svipinn á fólki þegar maður kemur upp úr.“

Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol.

Auk þess stefnir Írena á að verða fyrsti Íslendingurinn sem tekst að synda yfir Ermarsund í fyrstu tilraun. „Ég ætla að reyna að ná því næsta sumar. Benedikt Hjartarson, sem er eini Íslendingurinn sem synt hefur yfir Ermarsundið, náði því í annarri tilraun þannig að mitt markmið er að slá hans árangur út.“

fridrikab@frettabladid.is
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.