Hlífðargallar eru bara fyrir kerlingar 28. september 2011 20:00 Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol. Fréttablaðið/Heida.is Það er svo æðislegt að geta bara synt beint áfram endalaust og þurfa ekki alltaf að vera að snúa við,“ segir Írena Líf Jónsdóttir, sextán ára Suðurnesjamær sem 6. september síðastliðinn gerði sér lítið fyrir og synti Viðeyjarsund ósmurð og án hlífðargalla á tímanum 1:18:07, sem er besti tími sem nokkur – kona eða karl – hefur náð ósmurður í Viðeyjarsundi. Írena Líf hefur æft sund frá tíu ára aldri en það var ekki fyrr en í fyrrasumar sem hún byrjaði að reyna fyrir sér í sjósundinu. Árangurinn lét ekki á sér standa og hún er nú Íslandsmeistari í þriggja kílómetra sjósundi kvenna. „Það var alltaf markmiðið að ná besta kvennatímanum í Viðeyjarsundinu,“ segir hún „og þegar það var hringt í mig og sagt að þetta væri besti tími sem nokkur hefði náð var það bara aukabónus, ég var eiginlega búin að taka út gleðina yfir að hafa náð markmiðinu.“ Hvers vegna syndirðu alltaf ósmurð og án hlífðargalla? „Iss, það er bara fyrir kerlingar,“ segir Írena Líf og fussar. „Mesta kikkið er einmitt kuldinn og að sjá svipinn á fólki þegar maður kemur upp úr.“ Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol. Auk þess stefnir Írena á að verða fyrsti Íslendingurinn sem tekst að synda yfir Ermarsund í fyrstu tilraun. „Ég ætla að reyna að ná því næsta sumar. Benedikt Hjartarson, sem er eini Íslendingurinn sem synt hefur yfir Ermarsundið, náði því í annarri tilraun þannig að mitt markmið er að slá hans árangur út.“ fridrikab@frettabladid.is Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Það er svo æðislegt að geta bara synt beint áfram endalaust og þurfa ekki alltaf að vera að snúa við,“ segir Írena Líf Jónsdóttir, sextán ára Suðurnesjamær sem 6. september síðastliðinn gerði sér lítið fyrir og synti Viðeyjarsund ósmurð og án hlífðargalla á tímanum 1:18:07, sem er besti tími sem nokkur – kona eða karl – hefur náð ósmurður í Viðeyjarsundi. Írena Líf hefur æft sund frá tíu ára aldri en það var ekki fyrr en í fyrrasumar sem hún byrjaði að reyna fyrir sér í sjósundinu. Árangurinn lét ekki á sér standa og hún er nú Íslandsmeistari í þriggja kílómetra sjósundi kvenna. „Það var alltaf markmiðið að ná besta kvennatímanum í Viðeyjarsundinu,“ segir hún „og þegar það var hringt í mig og sagt að þetta væri besti tími sem nokkur hefði náð var það bara aukabónus, ég var eiginlega búin að taka út gleðina yfir að hafa náð markmiðinu.“ Hvers vegna syndirðu alltaf ósmurð og án hlífðargalla? „Iss, það er bara fyrir kerlingar,“ segir Írena Líf og fussar. „Mesta kikkið er einmitt kuldinn og að sjá svipinn á fólki þegar maður kemur upp úr.“ Næsta markmið hjá Írenu er að synda fram og til baka frá Viðey til Reykjavíkurhafnar og aftur til Viðeyjar eða 9,2 km. Það ætlar hún að gera eins og alltaf ósmurð og eingöngu í sundbol. Auk þess stefnir Írena á að verða fyrsti Íslendingurinn sem tekst að synda yfir Ermarsund í fyrstu tilraun. „Ég ætla að reyna að ná því næsta sumar. Benedikt Hjartarson, sem er eini Íslendingurinn sem synt hefur yfir Ermarsundið, náði því í annarri tilraun þannig að mitt markmið er að slá hans árangur út.“ fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein