Svartur á leik seld til Sviss 23. september 2011 14:30 Svartur á leik hefur nú þegar verið seld til Bretlands og Sviss auk allra Norðurlandaríkjanna. Þórir Snær segir þetta góðan árangur í ljósi þess að viðkomandi aðilar hafi eingöngu séð þriggja mínútna kynningarbút. Svissneska dreifingarfyrirtækið Frenetic Films hefur fest kaup á dreifingarréttinum að íslensku kvikmyndinni Svartur á leik eftir Óskar Þór Axelsson. Myndin hefur nú þegar verið seld til allra Norðurlandaríkjanna og Bretlands en þar keypti Entertainment One dreifingarréttinn. TrustNordisk sér um söluna á myndinni og hefur fjöldi annarra dreifingaraðila sýnt henni mikla athygli. Myndin byggir á samnefndri sögu Stefáns Mána og segir frá því þegar undirheimar Reykjavíkur tóku stórstígum breytingum í byrjun aldarinnar. Þórir Snær Sigurjónsson, einn af framleiðendum myndarinnar, segir þetta vera mjög fínan árangur, viðkomandi fyrirtæki borgi vel, en hann var hins vegar ekki reiðubúinn til að gefa upp hversu há fjárhæðin væri. „En þetta er líka merkilegt í ljósi þess að það eina sem þeir hafa séð er þriggja mínútna langur kynningarbútur. Sem hefur reyndar mælst mjög vel fyrir," útskýrir Þórir. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þykir stiklan allsvakaleg og gefa til kynna mikið ofbeldi, sem raunar er daglegt brauð í glæpaheimum Íslands. Þá viðurkennir Þórir að það skemmi ekkert fyrir að í framleiðandateyminu séu Chris Briggs, sem hefur meðal annars framleitt Hostel og Poseidon, og hinn danski Nicolas Winding Refn. „Nöfn þeirra hjálpa náttúrulega til, enda Refn sjóðheitur um þessar mundir eftir velgengni Drive," segir Þórir. Með aðalhlutverk í Svartur á leik fara þeir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Egill Einarsson. Frumsýning á Íslandi verður snemma árs 2012. - fgg Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Svissneska dreifingarfyrirtækið Frenetic Films hefur fest kaup á dreifingarréttinum að íslensku kvikmyndinni Svartur á leik eftir Óskar Þór Axelsson. Myndin hefur nú þegar verið seld til allra Norðurlandaríkjanna og Bretlands en þar keypti Entertainment One dreifingarréttinn. TrustNordisk sér um söluna á myndinni og hefur fjöldi annarra dreifingaraðila sýnt henni mikla athygli. Myndin byggir á samnefndri sögu Stefáns Mána og segir frá því þegar undirheimar Reykjavíkur tóku stórstígum breytingum í byrjun aldarinnar. Þórir Snær Sigurjónsson, einn af framleiðendum myndarinnar, segir þetta vera mjög fínan árangur, viðkomandi fyrirtæki borgi vel, en hann var hins vegar ekki reiðubúinn til að gefa upp hversu há fjárhæðin væri. „En þetta er líka merkilegt í ljósi þess að það eina sem þeir hafa séð er þriggja mínútna langur kynningarbútur. Sem hefur reyndar mælst mjög vel fyrir," útskýrir Þórir. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þykir stiklan allsvakaleg og gefa til kynna mikið ofbeldi, sem raunar er daglegt brauð í glæpaheimum Íslands. Þá viðurkennir Þórir að það skemmi ekkert fyrir að í framleiðandateyminu séu Chris Briggs, sem hefur meðal annars framleitt Hostel og Poseidon, og hinn danski Nicolas Winding Refn. „Nöfn þeirra hjálpa náttúrulega til, enda Refn sjóðheitur um þessar mundir eftir velgengni Drive," segir Þórir. Með aðalhlutverk í Svartur á leik fara þeir Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Egill Einarsson. Frumsýning á Íslandi verður snemma árs 2012. - fgg
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira