Sigurjón krafinn um sex milljónir króna 21. september 2011 12:00 Sigurjón Sighvatsson segir mál Jay Burnley vera hið undarlegasta og hann á ekki von á öðru en að því verði vísað frá eftir viku. „Stefnan hefur ekki verið birt og því er líklegt að hér hafi bara verið um tilraun til að reyna að fá okkur til að semja um þessa upphæð til að varna því að fréttin færi í loftið,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood. Vefsíðan TheWrap.com birti fyrir skemmstu frétt þess efnis að maður að nafni Jay Burnley, fyrrverandi þróunarstjóri Sigurjóns í Hollywood, hefði lagt fram kröfu fyrir héraðsdómi Los Angeles þar sem hann krefur Sigurjón Sighvatsson um greiðslu 50 þúsund dollara, um 5,8 milljónir íslenskra króna, fyrir svik og samningsrof vegna kvikmyndarinnar Killer Elite. Myndin verður frumsýnd á föstudaginn. Burnley segist hafa unnið að myndinni í sjö ár og hjálpað til við að koma henni á hvíta tjaldið. Honum hafi í staðinn verið boðin staða meðframleiðanda og áðurnefnda upphæð en ekki hafi verið staðið við þau loforð. Sigurjón segir mál af þessu tagi algeng í Hollywood og nefnir sem dæmi frægt húðflúrsmál í tengslum við Hangover 2. „Þar sem ljósin eru skærust eru skuggarnir stærstir. Og það er ýmislegt ljótt sem býr í skugganum.“ Hann segir málið hið undarlegasta því Burnley þessi hafi fyrir það fyrsta ekkert skriflegt í höndunum. Þá sé hann auk þess starfsmaður vefmiðilsins sem birti fréttina upphaflega. Sem kemur einnig fram í frétt TheWrap.com. „Krafan er algerlega staðlaus. Þar að auki er hún svo lág að viðkomandi aðili vill hvetja okkur til að greiða og semja því það kostar í það minnsta tvöfalt meira að verja sig gagnvart henni.“ Sigurjón bendir jafnframt á að krafan kemur rétt áður en myndin er frumsýnd en Burnley þessi hafi hætt störfum hjá sér fyrir tveimur árum. „Ég er nánast alveg handviss um að þessu máli verði vísað frá eftir viku.“- fgg Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Stefnan hefur ekki verið birt og því er líklegt að hér hafi bara verið um tilraun til að reyna að fá okkur til að semja um þessa upphæð til að varna því að fréttin færi í loftið,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood. Vefsíðan TheWrap.com birti fyrir skemmstu frétt þess efnis að maður að nafni Jay Burnley, fyrrverandi þróunarstjóri Sigurjóns í Hollywood, hefði lagt fram kröfu fyrir héraðsdómi Los Angeles þar sem hann krefur Sigurjón Sighvatsson um greiðslu 50 þúsund dollara, um 5,8 milljónir íslenskra króna, fyrir svik og samningsrof vegna kvikmyndarinnar Killer Elite. Myndin verður frumsýnd á föstudaginn. Burnley segist hafa unnið að myndinni í sjö ár og hjálpað til við að koma henni á hvíta tjaldið. Honum hafi í staðinn verið boðin staða meðframleiðanda og áðurnefnda upphæð en ekki hafi verið staðið við þau loforð. Sigurjón segir mál af þessu tagi algeng í Hollywood og nefnir sem dæmi frægt húðflúrsmál í tengslum við Hangover 2. „Þar sem ljósin eru skærust eru skuggarnir stærstir. Og það er ýmislegt ljótt sem býr í skugganum.“ Hann segir málið hið undarlegasta því Burnley þessi hafi fyrir það fyrsta ekkert skriflegt í höndunum. Þá sé hann auk þess starfsmaður vefmiðilsins sem birti fréttina upphaflega. Sem kemur einnig fram í frétt TheWrap.com. „Krafan er algerlega staðlaus. Þar að auki er hún svo lág að viðkomandi aðili vill hvetja okkur til að greiða og semja því það kostar í það minnsta tvöfalt meira að verja sig gagnvart henni.“ Sigurjón bendir jafnframt á að krafan kemur rétt áður en myndin er frumsýnd en Burnley þessi hafi hætt störfum hjá sér fyrir tveimur árum. „Ég er nánast alveg handviss um að þessu máli verði vísað frá eftir viku.“- fgg
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira