Með mann til að sjá um vaxandi viðskiptaumsvif 20. september 2011 12:30 „Núna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum og það gengur mun betur en við bjuggumst við í upphafi." segir Halldór Helgason snjóbrettakappi, sem var staddur í Sviss þegar Fréttablaðið náði í hann. Halldór og Eiki bróðir hans eru á meðal þekktustu snjóbrettakappa heims um þessar mundir. Undanfarin misseri hafa þeir prófað sig áfram í viðskiptahlið íþróttarinnar og stofnað fyrirtækin Lobster, um hönnun og framleiðslu á snjóbrettum, 7 9 13, um hönnun á beltum ásamt því að koma að fyrirtækinu Hoppípolla, sem framleiðir húfur. Þá er Halldór með samning við Nike-íþróttavörurisann og kemur fram í nýju kynningarmyndbandi á vegum fyrirtækisins, sem var tekið upp í Noregi. Halldór er ánægður með samstarfið við Nike og segir að þar á bæ taki menn hlutina ekki of alvarlega, þrátt fyrir stærð fyrirtækisins. „Þeir leyfa mér að gera það sem ég vil, þannig að það er algjör snilld," segir hann. „Ég fæ dót frá þeim, geng í því og fæ að vera eins mikið á snjóbretti og ég get." Halldór og Eiki ferðast um heiminn á veturna og taka upp snjóbrettamyndbönd, ásamt því að taka þátt í keppnum. Þeir eru atvinnumenn í íþróttinni en stofnuðu Lobster fyrr á þessu ári og hafa nú ráðið Svíann Kristoffer Hansson til að sjá um viðskiptahlið íþróttarinnar fyrir sig. „Við viljum báðir hugsa um að vera á snjóbrettum eins mikið og við getum. Svo lærum við á viðskiptin hægt og rólega með," segir hann. „Kristoffer sér um að útvega betri samninga og svona. Það er mjög fínt því ég nenni ekki að hugsa um bisnessinn núna." Lobster-bretti Halldórs og Eika eru seld í verslunum í nítján löndum víða um heim og í gegnum netverslun fyrirtækisins. Halldór og Eiki hanna brettin sjálfir og hann segir viðskiptin ganga vel. „Snjóbrettabransinn er erfiður. Það er svo mikið í gangi. En Lobster gengur mjög vel, það er algjör snilld," segir Halldór. Fram undan hjá honum er keppni í Svíþjóð og þaðan heldur hann til Austurríkis að renna sér. Hægt er að fylgjast með ævintýrum og viðskiptum bræðranna á bloggi þeirra: Helgasons.com. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Núna getum við gert nákvæmlega það sem við viljum og það gengur mun betur en við bjuggumst við í upphafi." segir Halldór Helgason snjóbrettakappi, sem var staddur í Sviss þegar Fréttablaðið náði í hann. Halldór og Eiki bróðir hans eru á meðal þekktustu snjóbrettakappa heims um þessar mundir. Undanfarin misseri hafa þeir prófað sig áfram í viðskiptahlið íþróttarinnar og stofnað fyrirtækin Lobster, um hönnun og framleiðslu á snjóbrettum, 7 9 13, um hönnun á beltum ásamt því að koma að fyrirtækinu Hoppípolla, sem framleiðir húfur. Þá er Halldór með samning við Nike-íþróttavörurisann og kemur fram í nýju kynningarmyndbandi á vegum fyrirtækisins, sem var tekið upp í Noregi. Halldór er ánægður með samstarfið við Nike og segir að þar á bæ taki menn hlutina ekki of alvarlega, þrátt fyrir stærð fyrirtækisins. „Þeir leyfa mér að gera það sem ég vil, þannig að það er algjör snilld," segir hann. „Ég fæ dót frá þeim, geng í því og fæ að vera eins mikið á snjóbretti og ég get." Halldór og Eiki ferðast um heiminn á veturna og taka upp snjóbrettamyndbönd, ásamt því að taka þátt í keppnum. Þeir eru atvinnumenn í íþróttinni en stofnuðu Lobster fyrr á þessu ári og hafa nú ráðið Svíann Kristoffer Hansson til að sjá um viðskiptahlið íþróttarinnar fyrir sig. „Við viljum báðir hugsa um að vera á snjóbrettum eins mikið og við getum. Svo lærum við á viðskiptin hægt og rólega með," segir hann. „Kristoffer sér um að útvega betri samninga og svona. Það er mjög fínt því ég nenni ekki að hugsa um bisnessinn núna." Lobster-bretti Halldórs og Eika eru seld í verslunum í nítján löndum víða um heim og í gegnum netverslun fyrirtækisins. Halldór og Eiki hanna brettin sjálfir og hann segir viðskiptin ganga vel. „Snjóbrettabransinn er erfiður. Það er svo mikið í gangi. En Lobster gengur mjög vel, það er algjör snilld," segir Halldór. Fram undan hjá honum er keppni í Svíþjóð og þaðan heldur hann til Austurríkis að renna sér. Hægt er að fylgjast með ævintýrum og viðskiptum bræðranna á bloggi þeirra: Helgasons.com. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein