Hlustar á Iron Maiden til að búa sig undir hlutverk 19. september 2011 12:00 Þorbjörg Helga leikur aðalhlutverkið í næstu kvikmynd Ragnars Bragasonar, Málmhaus. Myndin fjallar um unga stúlku á afskekktu kúabúi sem dreymir um að verða þungarokksstjarna. Fréttablaðið/Anton „Mér er farið að finnast það alveg rosalega skemmtilegt,“ segir Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir leikkona sem hlustar á sígilt þungarokk til að búa sig undir hlutverk á hvíta tjaldinu. Þorbjörg útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2009 og hefur síðan þá tekið að sér fjölbreytt verkefni í leikhúsinu, lék meðal annars eitt aðalhlutverkanna í sýningunni Rautt brennur á móti þeim Jörundi Ragnarssyni og Dóru Jóhannsdóttur. Íslenskir kvikmyndahúsagestir eiga hins vegar eftir að sjá mikið til Þorbjargar á næstunni; hún leikur sjómannseiginkonuna Höllu í kvikmyndinni Djúpið eftir Baltasar Kormák en hún byggir á einstöku björgunarafreki Guðlaugs Friðþórssonar og svo verður hún í aðalhlutverki í kvikmyndinni Málmhaus, kvikmynd Ragnars Bragasonar sem fer í framleiðslu á næsta ári. Málmhaus segir frá ungri stúlku á afskekktu kúabúi á því herrans ári 1992 sem á sér þann draum heitastan að verða þungarokkstjarna. Fyrstu árin á tíunda áratug síðustu aldar voru mikil gullöld fyrir sanna þungarokksaðdáendur og því ekkert skrýtið að sagan skuli gerast á því tímabili. Hins vegar má velta því fyrir sér af hverju Ragnar Bragason er svona hrifinn af þessu ári því sjónvarpsþáttaröðin Heimsendir gerist um verslunarmannahelgina það sama ár. En það er önnur saga. „Bróðir minn er mikill þungarokkari en ég var það ekki. Eftir að ég fór hins vegar að hlusta á það og sökkva mér ofan í það fór mér að finnast það skemmtilegt og er núna komin með ansi rokkaðan lagalista á I-podinum,“ útskýrir Þorbjörg og nefnir helst lög með Iron Maiden. Þorbjörgu líst vel á samstarfið við Ragnar Bragason. Hann vinnur mjög náið með leikurum og leyfir þeim að taka virkan þátt í að móta persónur sínar. „Mér finnst þetta virkilega skemmtilegt umfjöllunarefni og þessi stelpa er sterkur karakter sem verður gaman að kynnast betur.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Mér er farið að finnast það alveg rosalega skemmtilegt,“ segir Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir leikkona sem hlustar á sígilt þungarokk til að búa sig undir hlutverk á hvíta tjaldinu. Þorbjörg útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2009 og hefur síðan þá tekið að sér fjölbreytt verkefni í leikhúsinu, lék meðal annars eitt aðalhlutverkanna í sýningunni Rautt brennur á móti þeim Jörundi Ragnarssyni og Dóru Jóhannsdóttur. Íslenskir kvikmyndahúsagestir eiga hins vegar eftir að sjá mikið til Þorbjargar á næstunni; hún leikur sjómannseiginkonuna Höllu í kvikmyndinni Djúpið eftir Baltasar Kormák en hún byggir á einstöku björgunarafreki Guðlaugs Friðþórssonar og svo verður hún í aðalhlutverki í kvikmyndinni Málmhaus, kvikmynd Ragnars Bragasonar sem fer í framleiðslu á næsta ári. Málmhaus segir frá ungri stúlku á afskekktu kúabúi á því herrans ári 1992 sem á sér þann draum heitastan að verða þungarokkstjarna. Fyrstu árin á tíunda áratug síðustu aldar voru mikil gullöld fyrir sanna þungarokksaðdáendur og því ekkert skrýtið að sagan skuli gerast á því tímabili. Hins vegar má velta því fyrir sér af hverju Ragnar Bragason er svona hrifinn af þessu ári því sjónvarpsþáttaröðin Heimsendir gerist um verslunarmannahelgina það sama ár. En það er önnur saga. „Bróðir minn er mikill þungarokkari en ég var það ekki. Eftir að ég fór hins vegar að hlusta á það og sökkva mér ofan í það fór mér að finnast það skemmtilegt og er núna komin með ansi rokkaðan lagalista á I-podinum,“ útskýrir Þorbjörg og nefnir helst lög með Iron Maiden. Þorbjörgu líst vel á samstarfið við Ragnar Bragason. Hann vinnur mjög náið með leikurum og leyfir þeim að taka virkan þátt í að móta persónur sínar. „Mér finnst þetta virkilega skemmtilegt umfjöllunarefni og þessi stelpa er sterkur karakter sem verður gaman að kynnast betur.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira