Baggalútur gefur út bók 19. september 2011 12:00 Bragi Valdimar Skúlason og félagar gefa út samhverfubók fyrir jólin. Grallararnir í Baggalúti ætla að gefa út samhverfubók fyrir jólin sem hefur fengið vinnuheitið 33 samhverfur. „Við ætlum að fagna tíu ára afmæli Baggalúts með því að gefa út svokölluð lærdómsrit Baggalúts. Þetta verða litlar bækur og fyrsta afurðin verður að öllum líkindum þessi samhverfubók," segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur. „Við höfum safnað þeim frá upphafi og meira að segja lengur. Það hafa margir góðir samhverfusmiðir fundið og sent okkur samhverfur um árin." Um er að ræða orð og setningar sem hægt er að lesa jafnt aftur á bak sem áfram. Dæmi um þetta eru Írakabakarí, Addi kallar alla Kidda og ABBA párar á pabba. Bobby Breiðholt, sem hefur hannað mörg plötuumslög í gegnum tíðina, annast myndskreytingar í bókinni. Að sögn Braga Valdimars mun lærður málfræðingur skrifa innganginn. Baggalútsmenn hafa gefið út eina bók á tíu ára ferli sínum. Hún heitir Sannleikurinn um Ísland og kom út árið 2004. „Við höfum alltaf titlað okkur Útgáfufélag Baggalúts þannig að nú verðum við að drullast til að gefa eitthvað út," segir Bragi léttur. „Svo er spurning, því við erum svo rafrænir, hvort þetta verði ekki spjaldtölvuvædd útgáfa. Við höfum lengi verið yfirlýstir pappírshatarar." Baggalútur ætlar einnig að gefa út afmælisplötu fyrir jólin. Þar verða lög sem hafa hrannast upp hjá þeim í gegnum tíðina, þar á meðal Áfram Ísland og lag sem þeir gáfu Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, þegar hún varð áttræð. Jólatónleikar í Háskólabíói og í menningarhúsinu Hofi verða haldnir í desember og eru miðar á þá í þann mund að klárast. „Við ætluðum að vera á undan IKEA. Það kom í ljós að fólk er í fínu jólaskapi í byrjun september." freyr@frettabladid.is Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Grallararnir í Baggalúti ætla að gefa út samhverfubók fyrir jólin sem hefur fengið vinnuheitið 33 samhverfur. „Við ætlum að fagna tíu ára afmæli Baggalúts með því að gefa út svokölluð lærdómsrit Baggalúts. Þetta verða litlar bækur og fyrsta afurðin verður að öllum líkindum þessi samhverfubók," segir Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur. „Við höfum safnað þeim frá upphafi og meira að segja lengur. Það hafa margir góðir samhverfusmiðir fundið og sent okkur samhverfur um árin." Um er að ræða orð og setningar sem hægt er að lesa jafnt aftur á bak sem áfram. Dæmi um þetta eru Írakabakarí, Addi kallar alla Kidda og ABBA párar á pabba. Bobby Breiðholt, sem hefur hannað mörg plötuumslög í gegnum tíðina, annast myndskreytingar í bókinni. Að sögn Braga Valdimars mun lærður málfræðingur skrifa innganginn. Baggalútsmenn hafa gefið út eina bók á tíu ára ferli sínum. Hún heitir Sannleikurinn um Ísland og kom út árið 2004. „Við höfum alltaf titlað okkur Útgáfufélag Baggalúts þannig að nú verðum við að drullast til að gefa eitthvað út," segir Bragi léttur. „Svo er spurning, því við erum svo rafrænir, hvort þetta verði ekki spjaldtölvuvædd útgáfa. Við höfum lengi verið yfirlýstir pappírshatarar." Baggalútur ætlar einnig að gefa út afmælisplötu fyrir jólin. Þar verða lög sem hafa hrannast upp hjá þeim í gegnum tíðina, þar á meðal Áfram Ísland og lag sem þeir gáfu Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, þegar hún varð áttræð. Jólatónleikar í Háskólabíói og í menningarhúsinu Hofi verða haldnir í desember og eru miðar á þá í þann mund að klárast. „Við ætluðum að vera á undan IKEA. Það kom í ljós að fólk er í fínu jólaskapi í byrjun september." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira