Lífið

Sigur Rós á fundi með Ben Stiller á Kexi

Strákarnir í Sigur Rós hittu 
Ben Stiller um helgina.
Strákarnir í Sigur Rós hittu Ben Stiller um helgina.
„Þetta var mjög óformlegt," segir Orri Páll Dýrason, trommari Sigur Rósar. Liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar áttu fund með Hollywood-leikaranum Ben Stiller á föstudagskvöld. Fundurinn fór fram á Kexi við Skúlagötu og vakti mikla athygli viðstaddra.

Orri segir að liðsmenn sveitarinnar og Ben Stiller eigi sameiginlegan vin. Hann hafi hlustað á tónlist þeirra og óskað eftir að hitta þá. Þá eru starfsmenn framleiðslufyrirtækisins True North, sem lóðsuðu Stiller um á ferðum hans hér, Sigur Rósar-mönnum að góðu kunnir eftir gerð myndarinnar Heima. „Við vorum bara að fá okkur drykk og spjalla," segir Orri.

Hann hefur ekki verið að falast eftir kröftum ykkar í Íslandsmyndina sína?

„Nei, við töluðum ekkert um það."

Ben Stiller og föruneyti hans, undir stjórn Finns Jóhannssonar hjá True North, renndi í hlað á 101 hóteli um sex leytið á föstudagskvöld eftir akstur frá Stykkishólmi. Þar hafði hann skoðað tökustaði fyrir kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty sem hann hyggst taka upp hér á landi á næsta ári. Samkvæmt Twitter-síðu leikarans hélt hann vestur um haf á laugardaginn.

- hdm
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.