Íslendingar í stórmyndinni Faust 8. september 2011 08:00 Stórmyndin Faust í leikstjórn Alexander Sokurov verður frumsýnd í kvöld. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og skartar íslenskum leikurum í aukahlutverkum. Leikaranum Sigurði Skúlasyni bregður fyrir á tveimur stöðum í stiklu rússnesku stórmyndarinnar Faust. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fer Sigurður með aukahlutverk í myndinni sem var að litlu leyti tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum. Hann lék í tveimur atriðum í Faust og er ánægður með að hafa ekki verið klipptur út. „Maður veit aldrei þegar maður er að leika í einum eða tveimur senum í myndum. Stundum er maður klipptur út en mér sýnist ég vera þarna inni," segir Sigurður, sem skemmti sér vel við tökurnar.Alexander Sokurov.„Það var gaman að lenda í þessu ævintýri að taka þátt í mynd af þessari stærðargráðu og með þessum leikstjóra sem mér finnst ótrúlega góður," segir hann og á við Alexander Sokurov, einn virtasta leikstjóra Rússa. „Hann er einn sérstæðasti og besti kvikmyndaleikstjóri sem ég hef starfað með." Gerð Faust tók þrjú ár, þar af fóru tvö í eftirvinnslu sem er óvenjulega langur tími. „Hann mótar sínar myndir alveg frá a til ö. Þetta er hans sköpunarverk að öllu leyti," segir Sigurður um leikstjórann. Framleiðslukostnaður Faust nam hundruðum milljóna króna. Þar af var sjötíu milljónum eytt hér á landi vegna kvikmyndatakanna sem voru unnar í samstarfi við Saga Film. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld og hún verður einnig sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, Riff. Sigurði var ekki boðið á frumsýninguna í Feneyjum en hann ætlar á sýninguna hér á landi. Forsvarsmenn Riff hafa reynt að fá Sokurov til Íslands en óvíst er hvort hann þekkist boðið. Leikstjórinn fékk heiðursverðlaun hátíðarinnar árið 2006.Ævar Þór Benediktsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.Auk Sigurðar koma Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmar Guðjónsson við sögu í myndinni í litlum hlutverkum og einnig leika þeir Hjörtur Jóhann Jónsson og Ævar Þór Benediktsson hermenn. Hilmar Guðjónsson, sem leikur annað aðalhlutverkanna í Á annan veg sem var frumsýnd um síðustu helgi, segist ekkert vita hvort hann hafi verið klipptur út úr Faust eður ei. „Ég lék Kaín úr Biblíunni. Hann drepur bróður sinn og þarf að éta sjálfan sig," segir Hilmar. „Það var smíðaður á mig gervifótur þar sem sást inn í bein við hnéð. Þar át ég parmaskinku og sultu íklæddur gæru í vetrarkulda úti í hrauni. Það var eina atriðið mitt." Svandís Dóra lék Medeu í litlu atriði þar sem djöfullinn Mefisto sýnir Faust undirheimana þar sem Medea er stödd. „Hún er eiginlega bara gengin af göflunum. Hún er föst í helvíti og alveg sturluð," segir Svandís Dóra um atriðið. Hún hafði gaman af samstarfinu við Sokurov. „Hann var alveg meiriháttar. Það var þvílík reynsla og upplifun að fá að vinna með svona manni." freyr@frettabladid.isHjörtur Jóhann Jónsson Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Sjá meira
Stórmyndin Faust í leikstjórn Alexander Sokurov verður frumsýnd í kvöld. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og skartar íslenskum leikurum í aukahlutverkum. Leikaranum Sigurði Skúlasyni bregður fyrir á tveimur stöðum í stiklu rússnesku stórmyndarinnar Faust. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fer Sigurður með aukahlutverk í myndinni sem var að litlu leyti tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum. Hann lék í tveimur atriðum í Faust og er ánægður með að hafa ekki verið klipptur út. „Maður veit aldrei þegar maður er að leika í einum eða tveimur senum í myndum. Stundum er maður klipptur út en mér sýnist ég vera þarna inni," segir Sigurður, sem skemmti sér vel við tökurnar.Alexander Sokurov.„Það var gaman að lenda í þessu ævintýri að taka þátt í mynd af þessari stærðargráðu og með þessum leikstjóra sem mér finnst ótrúlega góður," segir hann og á við Alexander Sokurov, einn virtasta leikstjóra Rússa. „Hann er einn sérstæðasti og besti kvikmyndaleikstjóri sem ég hef starfað með." Gerð Faust tók þrjú ár, þar af fóru tvö í eftirvinnslu sem er óvenjulega langur tími. „Hann mótar sínar myndir alveg frá a til ö. Þetta er hans sköpunarverk að öllu leyti," segir Sigurður um leikstjórann. Framleiðslukostnaður Faust nam hundruðum milljóna króna. Þar af var sjötíu milljónum eytt hér á landi vegna kvikmyndatakanna sem voru unnar í samstarfi við Saga Film. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld og hún verður einnig sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, Riff. Sigurði var ekki boðið á frumsýninguna í Feneyjum en hann ætlar á sýninguna hér á landi. Forsvarsmenn Riff hafa reynt að fá Sokurov til Íslands en óvíst er hvort hann þekkist boðið. Leikstjórinn fékk heiðursverðlaun hátíðarinnar árið 2006.Ævar Þór Benediktsson og Hjörtur Jóhann Jónsson.Auk Sigurðar koma Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmar Guðjónsson við sögu í myndinni í litlum hlutverkum og einnig leika þeir Hjörtur Jóhann Jónsson og Ævar Þór Benediktsson hermenn. Hilmar Guðjónsson, sem leikur annað aðalhlutverkanna í Á annan veg sem var frumsýnd um síðustu helgi, segist ekkert vita hvort hann hafi verið klipptur út úr Faust eður ei. „Ég lék Kaín úr Biblíunni. Hann drepur bróður sinn og þarf að éta sjálfan sig," segir Hilmar. „Það var smíðaður á mig gervifótur þar sem sást inn í bein við hnéð. Þar át ég parmaskinku og sultu íklæddur gæru í vetrarkulda úti í hrauni. Það var eina atriðið mitt." Svandís Dóra lék Medeu í litlu atriði þar sem djöfullinn Mefisto sýnir Faust undirheimana þar sem Medea er stödd. „Hún er eiginlega bara gengin af göflunum. Hún er föst í helvíti og alveg sturluð," segir Svandís Dóra um atriðið. Hún hafði gaman af samstarfinu við Sokurov. „Hann var alveg meiriháttar. Það var þvílík reynsla og upplifun að fá að vinna með svona manni." freyr@frettabladid.isHjörtur Jóhann Jónsson
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein