Lífið

Baltasar fær nýjan frumsýningardag

Frumsýning kvikmyndarinnar Contraband hefur verið færð fram til 13. janúar. Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni en með aðalhlutverkin fara þau Mark Wahlberg og Kate Beckinsale.
Frumsýning kvikmyndarinnar Contraband hefur verið færð fram til 13. janúar. Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni en með aðalhlutverkin fara þau Mark Wahlberg og Kate Beckinsale.
Kvikmyndaverið Universal hefur ákveðið að færa frumsýningardag Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrir fram til 13. janúar en til stóð að myndin yrði frumsýnd um miðjan mars. Leikstjórinn leggur lokahönd á myndina um þessar mundir.

„Reglan er yfirleitt sú að ef menn eru hrifnir þá er frumsýningin færð fram. Ef ekki eru myndirnar stundum færðar aftar í dagatalið," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Hann var staddur í London þegar Fréttablaðið náði tali af honum en hann var að litgreina filmuna ásamt kvikmyndatökumanninum Barry Ackroyd.

Að sögn leikstjórans er búið að klippa myndina og virðist „klippið" hafa farið það vel ofan í forsvarsmenn Universal að Contraband hefur verið úthlutað þriggja daga helgi. Hún verður frumsýnd föstudaginn 13. janúar en helgin sem þá gengur í garð er kennd við blökkumannaleiðtogann séra Martin Luther King.

Contraband er endurgerð á íslensku kvikmyndinni Reykjavik-Rotterdam sem Óskar Jónasson leikstýrði og var frumsýnd fyrir þremur árum. Baltasar lék sjálfur aðalhlutverkið í myndinni en Mark Wahlberg tekur við keflinu af honum. Meðal annarra leikara má nefna Kate Beckinsale, Ben Foster, Giovanni Ribisi og J.K Simmons auk Lukas Haas og Diego Luna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.