Lífið

Árni og félagar aflýsa

Breska hljómsveitin The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar Árnason innanborðs, hefur neyðst til að aflýsa þrennum tónleikum. Ástæðan er þrálát vandamál með rödd söngvarans Justin Young.

Tónleikarnir sem hljómsveitin hefur aflýst áttu að vera í Hollandi, Austurríki og á Norður-Írlandi í vikunni. Sveitin hefur þó ákveðið að halda til streitu áformum um stóra tónleika í London hinn 23. ágúst og kemur auk þess fram á Reading/Leeds-tónleikahátíðinni. Hljómsveitin er nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem hún kom fram í þætti Jimmy Kimmel. Young færði aðdáendum þessar fregnir á heimasíðu sveitarinnar og tók skýrt fram að þessi ákvörðun hefði reynst þungbær. Læknar hafa skipað söngvaranum að hvíla röddina og búist er við því að hann þurfi að gangast undir aðgerð á raddböndum sínum.

Íslenskir aðdáendur sveitarinnar ættu því að krossleggja fingur í von um að hann verði búinn að ná sér fyrir tónleika The Vaccines á Airwaves-hátíðinni í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.