Lífið

Sigurjón með De Niro til Toronto

Sigurjón Sighvatsson verður í góðum félagsskap í september þegar kvikmyndin Killer Elite verður frumsýnd í Kanada.
Sigurjón Sighvatsson verður í góðum félagsskap í september þegar kvikmyndin Killer Elite verður frumsýnd í Kanada.
„Þetta er dýrasta óháða kvikmyndin í Bandaríkjunum árið 2010, hún kostaði 65 milljónir dala," segir Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.

Kvikmynd hans, Killer Elite, hefur verið valin inn á kvikmyndahátíðina í Toronto þar sem hún verður frumsýnd 10. september í svokölluðum gala-flokki.

Myndin hefur verið Sigurjóni mikið hjartans mál en hún byggir á bók sérsveitarmannsins Sir Ranulph Fiennes sem kom út 1993. Hún olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma þar sem í henni var meðal annars ljóstrað upp um tilvist SAS-sérsveitanna, en bresk stjórnvöld höfðu alla tíð neitað að staðfesta að þær væru til. Myndin segir frá því þegar liðsmenn SAS-sérsveitanna eru hundeltir af leigumorðingjum og skartar stórleikurum á borð við Clive Owen, Jason Statham og Robert De Niro í aðalhlutverkunum.

Sigurjón verður á miklu flandri í september því að lokinni frumsýningu í Kanada verður stór og mikil frumsýning í New York að viðstöddum öllum helstu stjörnunum 14. september. „Og svo verður farið í alla helstu spjallþættina, Leno og Letterman." Myndin verður frumsýnd á Íslandi 7. október næstkomandi. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.