Lífið

Nýja platan góð eins og samloka

Ný plata frá Coldplay er væntanleg í október.
Ný plata frá Coldplay er væntanleg í október.
Hljómsveitin Coldplay sendir frá sér plötuna Mylo Xyloto í október. Platan er sú fimmta í röðinni og söngvarinn Chris Martin segir þá félaga hafa byrjað snemma á plötunni eftir hvatningu frá Brian Eno, sem vann með þeim síðustu plötu, Viva La Vida.

„Við vorum frekar ánægðir með okkur þegar við kláruðum Viva La Vida og fannst við hafa gert góða plötu,“ sagði hann. Brian Eno skrifaði svo hljómsveitinni bréf og sagði að þeir félagar gætu gert miklu betur.

Martin sagði hljómsveitina hafa lagt allt í Mylo Xyloto og bætti við að honum fyndist ávallt eins og hver plata sé sú síðasta sem hljómsveitin gerir.

Spurður hvort Coldplay taki upp plötur með aðdáendur sína í huga bar hann plöturnar saman við samlokur. „Við gerum ekki plötur fyrir okkur. Við erum ekki að þessu til að selja milljónir. Við erum ekki að þessu til að svara gagnrýnendum. Við erum að þessu svo að fólk geti gengið inn í búð og keypt plötuna okkar eins og góða samloku og sagt: „Þetta er gott“. Það er eina sem skiptir máli.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.