Valsarinn aumur í rassinum eftir KR-æfingu 9. ágúst 2011 07:00 Svart-hvítt Breki Logason tók ekki annað í mál en að vera í Valstreyjunni undir KR-búningnum á meðan hann var steggjaður af félögum. Mynd/Ómarörn „Þeir hefðu ekki getað sett mig í ljótari búning. Þetta var alveg ferlegt,“ segir Breki Logason fréttamaður um það að þurfa að eyða öllum laugardeginum í KR-búningi. Breki gengur í það heilaga á næstu dögum og þeir sem til hans þekkja vita að hann er gallharður stuðningsmaður Vals í knattspyrnu. Félögum hans þótti því fyndið að tileinka steggjunina Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, erkifjanda Vals. Breki eyddi því góðum tíma í Frostaskjólinu þar sem hann spilaði körfubolta og mætti á æfingu með meistaraflokki KR í knattspyrnu. „Þetta var frábær dagur þó að ég hafi ekki verið par sáttur við að eyða svona miklum tíma í Frostaskjólinu. Ég byrjaði á að keppa í körfu við Brynjar Þór Björnsson,“ segir Breki en hann kom öllum á óvart og skoraði 7 stig á móti Brynjari. „Ég skoraði tvær mestu grís þriggja stiga körfur sem ég hef á ævinni gert.“ Á fótboltaæfingu var Breki látinn í markið og áttu knattspyrnumennirnir að koma boltanum í afturendann á honum. „Það var nú ekki sérstaklega góð nýting hjá KR-drengjunum en Baldur Sigurðsson átti þvílíkt dúndurskot. Ég er enn þá að drepast í rassinum.“ Dagurinn endaði svo á KR-hverfiskránni, Rauða ljóninu á Eiðistorgi. „Það var toppurinn á deginum. Þá kom Bjartmar Guðlaugsson, átrúnaðargoðið mitt, og tók nokkra slagara fyrir okkur. Þá gat ég fyrirgefið strákunum fyrir KR-daginn mikla.“ Breki gengur að eiga unnustu sína, Védísi Sigurðardóttur, 20. ágúst í Háteigskirkju og er það félagi hans og samstarfsmaður á Stöð 2, Andri Ólafsson, sem sér um veislustjórn en þess ber að geta að hann er harður KR-ingur.- áp Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Þeir hefðu ekki getað sett mig í ljótari búning. Þetta var alveg ferlegt,“ segir Breki Logason fréttamaður um það að þurfa að eyða öllum laugardeginum í KR-búningi. Breki gengur í það heilaga á næstu dögum og þeir sem til hans þekkja vita að hann er gallharður stuðningsmaður Vals í knattspyrnu. Félögum hans þótti því fyndið að tileinka steggjunina Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, erkifjanda Vals. Breki eyddi því góðum tíma í Frostaskjólinu þar sem hann spilaði körfubolta og mætti á æfingu með meistaraflokki KR í knattspyrnu. „Þetta var frábær dagur þó að ég hafi ekki verið par sáttur við að eyða svona miklum tíma í Frostaskjólinu. Ég byrjaði á að keppa í körfu við Brynjar Þór Björnsson,“ segir Breki en hann kom öllum á óvart og skoraði 7 stig á móti Brynjari. „Ég skoraði tvær mestu grís þriggja stiga körfur sem ég hef á ævinni gert.“ Á fótboltaæfingu var Breki látinn í markið og áttu knattspyrnumennirnir að koma boltanum í afturendann á honum. „Það var nú ekki sérstaklega góð nýting hjá KR-drengjunum en Baldur Sigurðsson átti þvílíkt dúndurskot. Ég er enn þá að drepast í rassinum.“ Dagurinn endaði svo á KR-hverfiskránni, Rauða ljóninu á Eiðistorgi. „Það var toppurinn á deginum. Þá kom Bjartmar Guðlaugsson, átrúnaðargoðið mitt, og tók nokkra slagara fyrir okkur. Þá gat ég fyrirgefið strákunum fyrir KR-daginn mikla.“ Breki gengur að eiga unnustu sína, Védísi Sigurðardóttur, 20. ágúst í Háteigskirkju og er það félagi hans og samstarfsmaður á Stöð 2, Andri Ólafsson, sem sér um veislustjórn en þess ber að geta að hann er harður KR-ingur.- áp
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira