Lífið

Ásgeir pimpar Austur upp

Allt að gerast Iðnaðarmenn voru að störfum á veitinga- og skemmtistaðnum Austri í gær, en verið er að taka framsal staðarins í gegn. Ásgeir Kolbeins og félagar hyggjast hafa staðinn opinn á daginn frá og með 26. ágúst.
Allt að gerast Iðnaðarmenn voru að störfum á veitinga- og skemmtistaðnum Austri í gær, en verið er að taka framsal staðarins í gegn. Ásgeir Kolbeins og félagar hyggjast hafa staðinn opinn á daginn frá og með 26. ágúst. fréttablaðið/Stefán
„Það er verið að pimpa aðeins dæmið,“ segir Ásgeir Kolbeinsson, einn af eigendum skemmti- og veitingastaðarins Austurs.

Breytingar standa yfir á framsal Austurs. Ásgeir segir að með þeim sé verið að undirbúa dagopnun staðarins 26. ágúst næstkomandi, sem hefur hingað til opnað fyrir matargesti síðdegis. „Þá förum við að bjóða upp á mat, kaffi og kökur yfir daginn,“ segir hann. „Til þess að allt gangi upp þurfum að gera breytingar á framsalnum. Gera hann kaffihúsalegri.“

Ásgeir játar að ætli staðir í miðbæ Reykjavíkur að halda vinsældum sínum þurfi að fríska upp á þá endrum og eins. „Við erum enn þá á toppnum sem skemmtistaður fyrir okkar hóp og ætlum ekki að láta það drabbast niður,“ segir hann.

Fjölmörg málverk af drengnum með tárið hafa verið á meðal einkennismerkja Austurs. Verða þau tekin niður í breytingunum? „Nei, drengurinn fer aldrei niður. Það er alveg bannað. Það eru engar breytingar á því sem er á bak við, hvorki gryfjunni né barsvæðinu.“- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.