Lífið

GUS GUS-myndband frumsýnt

Þær Agnes, Urður söngkona GusGus og Silvía voru ánægðar með útkomuna og partýið á KEXI.
Þær Agnes, Urður söngkona GusGus og Silvía voru ánægðar með útkomuna og partýið á KEXI.
Það var fjölmennt í frumsýningarpartýi hljómsveitarinnar GusGus við frumsýningu á nýju tónlistarmyndbandi. Myndbandið, sem var við lagið Over, er það fyrsta sem kemur út af plötunni Arabian Horse en platan hefur selst gríðarlega vel hér á landi.

Leikstjórar myndbandsins voru þau Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason en þau eru hluti af skapandi vinnustofunni Narva, ásamt þeim Guðmundi Jörundarsyni og Hjalta Yngvasyni. Guðmundur, sem er fatahönnuður, sá einmitt um að klæða meðlimi GusGus í myndbandinu.

Partýið var haldið á Kex Hostel við Skúlagötu og af myndunum að dæma var stemmingin góð og mikil ánægja með myndbandið.

Steindateymið Þórunn Antonía sést hér í hressum fíling ásamt þeim Þorsteini, Bent kærasta sínum og Rannveigu.
Skeggjaðir GusGus liðar Högni Egilsson og Stephan Stephensen, öðru nafni President Bongó, voru að sjálfsögðu mættir í eigið partý.
Flottar Kolfinna og Laura mættu á KEX. Fréttablaðið/hag





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.