Lífið

Sólgleraugu í endurútgáfu

Platan Achtung Baby með U2 verður endurútgefin síðar á árinu.
Platan Achtung Baby með U2 verður endurútgefin síðar á árinu.
Nokkrar mismunandi viðhafnarútgáfur plötunnar Achtung Baby með U2 eru væntanlegar síðar á árinu. Tilefnið er að tuttugu ár eru liðin síðan þessi sjöunda hljóðversplata sveitarinnar kom út við góðar undirtektir. Ein útgáfan inniheldur sex geisladiska, fjóra mynddiska, fimm smáskífur, sextán myndir og 84 síðna bók og síðast en ekki síst alveg eins sólgleraugu og söngvarinn Bono notaði í myndbandinu við The Fly. Með annarri útgáfu fylgir einnig 92 blaðsíðna bók. Platan verður jafnframt fáanleg í vínylboxi, auk þess sem einföld endurhljómjöfnuð útgáfa verður í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.