James Bond á hælum íslenskra hvalveiðimanna 6. ágúst 2011 13:00 Gunnar Bergmann tekur ekkert mark á gagnrýni leikarans Pierce Brosnan, sem vill að Bandaríkjamenn beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða. fréttablaðið/vilhelm „Brosnan hefur sinn skilning á þessu, sem ég er auðvitað ekki sammála," segir Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. Leikarinn Pierce Brosnan birti í vikunni bréf þar sem hann gagnrýnir stefnu Íslendinga í hvalveiðum harðlega. Hann skorar á fólk að slást í lið með sér og hvetja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum þangað til hvalveiðum verði hætt. Brosnan er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond í fjórum myndum um njósnarann á árunum 1995 til 2002. Síðustu ár hefur hann verið eitt af andlitum náttúruverndarsamtakanna Natural Resources Defense Council og lengi haft horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. Það liggur því beinast við að spyrja Gunnar hvernig er að vera með njósnara hennar hátignar á hælunum? „Þetta skiptir okkur engu máli," segir hann. „Ég held að þetta sé fjórða eða fimmta árið í röð sem þessi leikari reynir eitthvað að kvabba um hvalveiðar, sem hann hefur mjög takmarkað vit á. Hann fer mjög frjálslega með staðreyndir. Hann heldur til dæmis fram að við séum að veiða dýr sem eru í útrýmingarhættu. Það tekur enginn vísindamaður í heiminum undir að hrefnan sé í útrýmingarhættu." Brosnan er afar harðorður í bréfi sínu og fer fram á Íslandi sé refsað harðlega fyrir hvalveiðarnar. „Berjumst við þá, aftur og aftur," segir hann og ítrekar að Íslendingar hætti ekki að veiða hval fyrr en þeir eru neyddir til þess. Gunnar segir málið snúast um peninga fyrir samtökin sem Brosnan er í forsvari fyrir. „Hann kemur fram í sjónvarpi, fær umfjöllun og athygli úti í heimi," segir hann. „Svo fara samtökin að safna peningum." En ætla íslenskir hvalveiðimenn að svara Brosnan í erlendum fjölmiðlum? „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við ætluðum að svara einhverju svona, sem er ekki neitt. Þá eykur það umfjöllunina og ég held að það sé það sem þetta fólk vill." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Brosnan hefur sinn skilning á þessu, sem ég er auðvitað ekki sammála," segir Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. Leikarinn Pierce Brosnan birti í vikunni bréf þar sem hann gagnrýnir stefnu Íslendinga í hvalveiðum harðlega. Hann skorar á fólk að slást í lið með sér og hvetja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum þangað til hvalveiðum verði hætt. Brosnan er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond í fjórum myndum um njósnarann á árunum 1995 til 2002. Síðustu ár hefur hann verið eitt af andlitum náttúruverndarsamtakanna Natural Resources Defense Council og lengi haft horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. Það liggur því beinast við að spyrja Gunnar hvernig er að vera með njósnara hennar hátignar á hælunum? „Þetta skiptir okkur engu máli," segir hann. „Ég held að þetta sé fjórða eða fimmta árið í röð sem þessi leikari reynir eitthvað að kvabba um hvalveiðar, sem hann hefur mjög takmarkað vit á. Hann fer mjög frjálslega með staðreyndir. Hann heldur til dæmis fram að við séum að veiða dýr sem eru í útrýmingarhættu. Það tekur enginn vísindamaður í heiminum undir að hrefnan sé í útrýmingarhættu." Brosnan er afar harðorður í bréfi sínu og fer fram á Íslandi sé refsað harðlega fyrir hvalveiðarnar. „Berjumst við þá, aftur og aftur," segir hann og ítrekar að Íslendingar hætti ekki að veiða hval fyrr en þeir eru neyddir til þess. Gunnar segir málið snúast um peninga fyrir samtökin sem Brosnan er í forsvari fyrir. „Hann kemur fram í sjónvarpi, fær umfjöllun og athygli úti í heimi," segir hann. „Svo fara samtökin að safna peningum." En ætla íslenskir hvalveiðimenn að svara Brosnan í erlendum fjölmiðlum? „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við ætluðum að svara einhverju svona, sem er ekki neitt. Þá eykur það umfjöllunina og ég held að það sé það sem þetta fólk vill." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira