James Bond á hælum íslenskra hvalveiðimanna 6. ágúst 2011 13:00 Gunnar Bergmann tekur ekkert mark á gagnrýni leikarans Pierce Brosnan, sem vill að Bandaríkjamenn beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða. fréttablaðið/vilhelm „Brosnan hefur sinn skilning á þessu, sem ég er auðvitað ekki sammála," segir Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. Leikarinn Pierce Brosnan birti í vikunni bréf þar sem hann gagnrýnir stefnu Íslendinga í hvalveiðum harðlega. Hann skorar á fólk að slást í lið með sér og hvetja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum þangað til hvalveiðum verði hætt. Brosnan er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond í fjórum myndum um njósnarann á árunum 1995 til 2002. Síðustu ár hefur hann verið eitt af andlitum náttúruverndarsamtakanna Natural Resources Defense Council og lengi haft horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. Það liggur því beinast við að spyrja Gunnar hvernig er að vera með njósnara hennar hátignar á hælunum? „Þetta skiptir okkur engu máli," segir hann. „Ég held að þetta sé fjórða eða fimmta árið í röð sem þessi leikari reynir eitthvað að kvabba um hvalveiðar, sem hann hefur mjög takmarkað vit á. Hann fer mjög frjálslega með staðreyndir. Hann heldur til dæmis fram að við séum að veiða dýr sem eru í útrýmingarhættu. Það tekur enginn vísindamaður í heiminum undir að hrefnan sé í útrýmingarhættu." Brosnan er afar harðorður í bréfi sínu og fer fram á Íslandi sé refsað harðlega fyrir hvalveiðarnar. „Berjumst við þá, aftur og aftur," segir hann og ítrekar að Íslendingar hætti ekki að veiða hval fyrr en þeir eru neyddir til þess. Gunnar segir málið snúast um peninga fyrir samtökin sem Brosnan er í forsvari fyrir. „Hann kemur fram í sjónvarpi, fær umfjöllun og athygli úti í heimi," segir hann. „Svo fara samtökin að safna peningum." En ætla íslenskir hvalveiðimenn að svara Brosnan í erlendum fjölmiðlum? „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við ætluðum að svara einhverju svona, sem er ekki neitt. Þá eykur það umfjöllunina og ég held að það sé það sem þetta fólk vill." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
„Brosnan hefur sinn skilning á þessu, sem ég er auðvitað ekki sammála," segir Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. Leikarinn Pierce Brosnan birti í vikunni bréf þar sem hann gagnrýnir stefnu Íslendinga í hvalveiðum harðlega. Hann skorar á fólk að slást í lið með sér og hvetja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum þangað til hvalveiðum verði hætt. Brosnan er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond í fjórum myndum um njósnarann á árunum 1995 til 2002. Síðustu ár hefur hann verið eitt af andlitum náttúruverndarsamtakanna Natural Resources Defense Council og lengi haft horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. Það liggur því beinast við að spyrja Gunnar hvernig er að vera með njósnara hennar hátignar á hælunum? „Þetta skiptir okkur engu máli," segir hann. „Ég held að þetta sé fjórða eða fimmta árið í röð sem þessi leikari reynir eitthvað að kvabba um hvalveiðar, sem hann hefur mjög takmarkað vit á. Hann fer mjög frjálslega með staðreyndir. Hann heldur til dæmis fram að við séum að veiða dýr sem eru í útrýmingarhættu. Það tekur enginn vísindamaður í heiminum undir að hrefnan sé í útrýmingarhættu." Brosnan er afar harðorður í bréfi sínu og fer fram á Íslandi sé refsað harðlega fyrir hvalveiðarnar. „Berjumst við þá, aftur og aftur," segir hann og ítrekar að Íslendingar hætti ekki að veiða hval fyrr en þeir eru neyddir til þess. Gunnar segir málið snúast um peninga fyrir samtökin sem Brosnan er í forsvari fyrir. „Hann kemur fram í sjónvarpi, fær umfjöllun og athygli úti í heimi," segir hann. „Svo fara samtökin að safna peningum." En ætla íslenskir hvalveiðimenn að svara Brosnan í erlendum fjölmiðlum? „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við ætluðum að svara einhverju svona, sem er ekki neitt. Þá eykur það umfjöllunina og ég held að það sé það sem þetta fólk vill." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira