James Bond á hælum íslenskra hvalveiðimanna 6. ágúst 2011 13:00 Gunnar Bergmann tekur ekkert mark á gagnrýni leikarans Pierce Brosnan, sem vill að Bandaríkjamenn beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða. fréttablaðið/vilhelm „Brosnan hefur sinn skilning á þessu, sem ég er auðvitað ekki sammála," segir Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. Leikarinn Pierce Brosnan birti í vikunni bréf þar sem hann gagnrýnir stefnu Íslendinga í hvalveiðum harðlega. Hann skorar á fólk að slást í lið með sér og hvetja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum þangað til hvalveiðum verði hætt. Brosnan er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond í fjórum myndum um njósnarann á árunum 1995 til 2002. Síðustu ár hefur hann verið eitt af andlitum náttúruverndarsamtakanna Natural Resources Defense Council og lengi haft horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. Það liggur því beinast við að spyrja Gunnar hvernig er að vera með njósnara hennar hátignar á hælunum? „Þetta skiptir okkur engu máli," segir hann. „Ég held að þetta sé fjórða eða fimmta árið í röð sem þessi leikari reynir eitthvað að kvabba um hvalveiðar, sem hann hefur mjög takmarkað vit á. Hann fer mjög frjálslega með staðreyndir. Hann heldur til dæmis fram að við séum að veiða dýr sem eru í útrýmingarhættu. Það tekur enginn vísindamaður í heiminum undir að hrefnan sé í útrýmingarhættu." Brosnan er afar harðorður í bréfi sínu og fer fram á Íslandi sé refsað harðlega fyrir hvalveiðarnar. „Berjumst við þá, aftur og aftur," segir hann og ítrekar að Íslendingar hætti ekki að veiða hval fyrr en þeir eru neyddir til þess. Gunnar segir málið snúast um peninga fyrir samtökin sem Brosnan er í forsvari fyrir. „Hann kemur fram í sjónvarpi, fær umfjöllun og athygli úti í heimi," segir hann. „Svo fara samtökin að safna peningum." En ætla íslenskir hvalveiðimenn að svara Brosnan í erlendum fjölmiðlum? „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við ætluðum að svara einhverju svona, sem er ekki neitt. Þá eykur það umfjöllunina og ég held að það sé það sem þetta fólk vill." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
„Brosnan hefur sinn skilning á þessu, sem ég er auðvitað ekki sammála," segir Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. Leikarinn Pierce Brosnan birti í vikunni bréf þar sem hann gagnrýnir stefnu Íslendinga í hvalveiðum harðlega. Hann skorar á fólk að slást í lið með sér og hvetja Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum þangað til hvalveiðum verði hætt. Brosnan er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond í fjórum myndum um njósnarann á árunum 1995 til 2002. Síðustu ár hefur hann verið eitt af andlitum náttúruverndarsamtakanna Natural Resources Defense Council og lengi haft horn í síðu íslenskra hvalveiðimanna. Það liggur því beinast við að spyrja Gunnar hvernig er að vera með njósnara hennar hátignar á hælunum? „Þetta skiptir okkur engu máli," segir hann. „Ég held að þetta sé fjórða eða fimmta árið í röð sem þessi leikari reynir eitthvað að kvabba um hvalveiðar, sem hann hefur mjög takmarkað vit á. Hann fer mjög frjálslega með staðreyndir. Hann heldur til dæmis fram að við séum að veiða dýr sem eru í útrýmingarhættu. Það tekur enginn vísindamaður í heiminum undir að hrefnan sé í útrýmingarhættu." Brosnan er afar harðorður í bréfi sínu og fer fram á Íslandi sé refsað harðlega fyrir hvalveiðarnar. „Berjumst við þá, aftur og aftur," segir hann og ítrekar að Íslendingar hætti ekki að veiða hval fyrr en þeir eru neyddir til þess. Gunnar segir málið snúast um peninga fyrir samtökin sem Brosnan er í forsvari fyrir. „Hann kemur fram í sjónvarpi, fær umfjöllun og athygli úti í heimi," segir hann. „Svo fara samtökin að safna peningum." En ætla íslenskir hvalveiðimenn að svara Brosnan í erlendum fjölmiðlum? „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við ætluðum að svara einhverju svona, sem er ekki neitt. Þá eykur það umfjöllunina og ég held að það sé það sem þetta fólk vill." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein