Lífið

Alexander McQueen-sýning setur aðsóknarmet

Sýning á fatalínum Alexanders McQueen frá upphafi í Metropolitan Museum of Art hefur slegið aðsóknarmet.
Sýning á fatalínum Alexanders McQueen frá upphafi í Metropolitan Museum of Art hefur slegið aðsóknarmet. Nordicphoto/Getty
Yfir hálf milljón manna hefur lagt leið sína í Metropolitan Museum of Art listasafnið í New York til að berja sýningu Alexanders McQueen augum. Sýningin er komin á toppinn yfir aðsóknarmestu tískusýningar listasafnsins og fer á topp 20 yfir aðsóknarmestu sýningar allra tíma hjá safninu.

Á sýningunni er farið yfir feril McQueen sem fatahönnuðar frá upphafi. Allt frá útskriftarlínu hans hjá Central Saint Martins skólanum í London árið 1992 til síðustu fatalínu McQueen, sem var sýnd á tískupöllunum rétt eftir dauða hans í febrúar árið 2010.

Síðustu forvöð eru að sjá sýninguna sem lýkur hinn 7. ágúst og ætlar safnið að mæta mikilli eftirspurn með því að hafa opið til miðnættis alla helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.