Lífið

Leonardo DiCaprio launahæstur

Leonardo DiCaprio á fyrir salti í grautinn og rúmlega það.
Leonardo DiCaprio á fyrir salti í grautinn og rúmlega það.
Leonardo DiCaprio hefur tekið fram úr Johnny Depp sem launahæsti leikarinn í Hollywood. Samkvæmt tímaritinu Forbes hefur DiCaprio þénað 77 milljónir dala undanfarið ár, eða tæpa níu milljarða króna.

Depp er í öðru sæti með fimmtíu milljónir dala og á eftir honum er gamanleikarinn Adam Sandler með fjörutíu milljónir. Í fjórða og fimmta sætinu eru Will Smith og Tom Hanks.

Í síðasta mánuði var listi yfir launahæstu konurnar birtur. Þá voru Angelina Jolie og Sarah Jessica Parker efstar með 35 milljónir dala í tekjur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.