Lífið

Reif í rassinn á Gay Pride

Óli Hjörtur Ólafsson stendur fyrir klúbbakvöldi á Faktórý á laugardaginn í tengslum við Gay Pride.
Óli Hjörtur Ólafsson stendur fyrir klúbbakvöldi á Faktórý á laugardaginn í tengslum við Gay Pride. Fréttablaðið/GVA
Óli Hjörtur Ólafsson heldur klúbbakvöldið Reif í rassinn á laugardagskvöldið í tengslum við Gay Pride. Nafnið er grípandi og tilvísun í Reif-safndiskana sem voru einu sinni vinsælir.

„Þetta verður fyrir alla þá sem vilja hlusta á vandaða klúbbatónlist á Gay Pride,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, sem stendur fyrir klúbbakvöldinu Reif í rassinn á laugardaginn.



„Við vorum nokkur sem fengum þessa hugmynd vegna þess að okkur langaði að halda alvöru klúbbakvöld í Reykjavík og tengja það við Gay Pride,“ segir Óli Hjörtur en hann kveðst ekki vera mikill aðdáandi popptónlistarinnar sem er einkennandi í dag. „Ég er ekki mikið fyrir þá tónlistarstefnu og ekki vinir mínir heldur. Þessa vegna töldum við vanta kvöld eins og þetta á Gay Pride.“



Óli Hjörtur ákvað að gefa kvöldinu hið grípandi nafn Reif í rassinn, og er það tilvísun í Reif-safndiskana sem voru allsráðandi fyrir nokkrum árum. Kvöldið verður haldið á skemmtistaðnum Faktórý eða „Fagtórý“ eins og Óli Hjörtur hefur endurnefnt staðinn þetta eina kvöld.

Frítt er inn á klúbbakvöldið og hefst gleðin klukkan 22. Tvö dansgólf verða á staðnum, eitt bleikt þar sem boðið verður upp á hústónlist (e. house) og eitt svart herbergi þar sem mínimalískt teknó hljómar. „Allir eru velkomnir, óháð kynhneigð, og ég lofa alls konar skemmtilegheitum.“- áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.