Lífið

Keppt í uppistandi á Prikinu

Dóri dæmir uppistandskeppnina á Prikinu á morgun ásamt Steinda Jr. og Ágústi Bent. Breytt hár hans má ekki túlka sem yfirlýsingu dómara, heldur var það aflitað í þágu væntanlegs sjónvarpsþáttar Mið-Íslands.
Dóri dæmir uppistandskeppnina á Prikinu á morgun ásamt Steinda Jr. og Ágústi Bent. Breytt hár hans má ekki túlka sem yfirlýsingu dómara, heldur var það aflitað í þágu væntanlegs sjónvarpsþáttar Mið-Íslands. Fréttablaðið/HAG
„Þetta hefur ekki verið gert síðan fyndnasti maður Íslands var síðast krýndur,“ segir grínistinn Halldór Halldórsson, Dóri DNA.

Dóri, Steindi Jr. og Ágúst Bent setjast í dómarasætið á Prikinu á morgun þar sem keppni í uppistandi fer fram klukkan átta. Dóri segir skráningu í keppnina ganga vel, en þeir sem vilja spreyta sig geta ennþá skráð sig til leiks með því að senda póst á bokanir@prikid.is.

Að hverju eruð þið að leita?

„Það eru rosalega margir frumlegir og með steiktar pælingar sem eru fyndnar. Það sleppur oft. En sá sem kemur á sviðið, skín af sjálfsöryggi og hefur lag á tímasetningu brandara ber sigur úr býtum á morgun,“ segir Dóri ákveðinn.

Hann segir sigur í svona keppni geta opnað ýmsar dyr og bendir á að Margrét Björnsdóttir, úvarpskona á FM957, hafi fyrst vakið athygli eftir sigur í uppistandskeppni Verslunarskólans. „Ég held að fyndnir menn og fyndnar konur á Íslandi eigi alltaf góða möguleika,“ segir Dóri.

Sjálfur kom hann fyrst fram á Prikinu ásamt Bergi Ebba Benediktssyni. Upp úr því spratt uppistandshópurinn Mið-Ísland, sem hefur slegið í gegn og byrjar með þátt á Stöð 2 í vetur. „Nú erum við bara á leiðinni í sjónvarpið og ég er með aflitað hár og allir halda að ég sé orðinn geðveikur,“ grínast Dóri, sem þurfti að breyta háralit sínum fyrir sjónvarpsþáttinn. -afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.